Opnað fyrir tillögur að verkefnum fyrir vegvísi um rannsóknarinnviði

25.5.2020

Umsóknarkerfið fyrir tillögur að verkefnum fyrir vegvísi um rannsóknarinnviði hefur verið opnað.

Stjórn Innviðasjóðs auglýsti þann 5. maí sl. eftir tillögum að verkefnum fyrir vegvísi um uppbyggingu á rannsóknarinnviðum. Í fyrsta skrefi umsóknarferlisins er væntanlegum umsækjendum boðið að senda inn tillögur að innviðaverkefnum fyrir vegvísinn, ásamt stuttri verkefnislýsingu, fyrir 10. júní 2020.

Upplýsingafundur um vegvísavinnuna var haldinn sem fjarfundur fimmtudaginn 7. maí. Þar var ferlið við mótun vegvísis kynnt og vörpuðu fundargestir fram spurningum sem svarað var eftir bestu getu. Upptöku af fundinum má finna á vef Rannís.

Tillögurnar skulu unnar á sérstakt eyðublað og vera að hámarki 3 blaðsíður. Þær verða birtar á vef Rannís með það fyrir augum að umsækjendur geti leitað tækifæra til að auka samstarf sín á milli í umsóknarvinnunni.

Frekari upplýsingar um vegvísinn má finna á vefsíðu sjóðsins.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica