Tónlistarsjóður seinni úthlutun 2023

15.6.2023

Á umsóknarfresti 9. maí 2023 bárust 207 umsóknir og sótt var um 234 milljónir. Menningarráðherra samþykkti tillögu tónlistarráðs og úthlutað er 38 milljónum til 65 verkefna. 

Hæstu styrki fá Sinfóníuhljómsveit Suðurlands og Pera Óperukollektíf, 2.000.000 hvor. Sex styrkhafar fá eina milljón hver: Lunga, Múlinn jazzklúbbur, Þjóðlagahátíðin á Siglufirði, Þórunn Guðmundsdóttir fyrir ævintýraóperur sínar, Tónlistarhátíðin Erkitíð og Íslenska Schumannfélagið fyrir tónlistarhátíðina Seiglu.

Alls hljóta sjö verkefni tengd óperum styrki auk Óperudaga, þar af fjögur verkefni sem flutt verða undir merkjum þeirrar hátíðar, þetta endurspeglar þann gríðarlega fjölda umsókna varðandi verkefni tengd óperuforminu sem virðist vera í mikill sókn. Í forgangi hjá tónlistarráði í tillögum sínum að síðari úthlutun voru fjölmargar tónlistarhátíðir bæði á höfuðborgarsvæðinu og ekki síst þær sem haldnar eru ár hvert út á landsbyggðinni. Menningarráðherra Lilja Dögg Alfreðsdóttir, bauð styrkþegum til viðburðar í Safnahúsi 14. júní sl.

Styrkt verkefni:*

Umsækjandi Titill Upphæð
Barokkbandið Brák slf. 300 fingurbjargir og hrosshár 600.000
Berglind María Tómasdóttir Tónlistarhátíð á Sunnuhvoli í Bárðardal 2023 500.000
Bergþóra Linda Ægisdóttir IPSA DIXIT - kammerópera 800.000
Berjadagar, félag um tónlistahátíð Berjadagar tónlistarhátíð 2023 500.000
Björk Níelsdóttir Skoffín og skringilmenni 700.000
Bláa Kirkjan sumartónleikar Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar 2023 500.000
Ekkert stress ehf. Extreme Chill Festival 2023 500.000
Elín Gunnlaugsdóttir Busy - örópera 400.000
Elja kammersveit Hátíðartónleikar Elju 700.000
Elja kammersveit Elja á Seiglu 700.000
Englar og menn ehf. Englar og menn -tónlistarhátíð Strandarkirkju 500.000
ErkiTíð, íslensk tónlistarhátíð ErkiTíð 2023 - kynslóðir 1.000.000
Evrópusamband píanókennara Málþing norrænna píanókennara 400.000
Félag íslenskra hljómlistarmanna Jazz í Djúpinu 400.000
Félag íslenskra tónlistarmanna Klassík í Salnum 500.000
Félag um Þjóðlagasetur Bjarna Þorsteinssonar Sumartónleikar í Þjóðlagasetrinu á Siglufirði 300.000
Fiðlufjör slf. Fiðlufjör 2023 800.000
Gísli Jóhann Grétarsson Frumflutningur á Íslandi á óperunni Systemet 600.000
Guðmundur Steinn Gunnarsson Gleðilegi Geðrofsleikurinn 700.000
Guðrún Dalía Salómonsdóttir L\'Invitation au voyage 200.000
Hafnarfjarðarkaupstaður Hljóðön haust 2023: „Að semja er að spila“ 200.000
Halldór Eldjárn Flug / Vindur – MIRARI 400.000
Helgi Jónsson Glatkistan - tónlistarvefur 500.000
Hildigunnur Halldórsdóttir 15:15 tónleikasyrpan 500.000
Hlutmengi ehf. Mengi 10 ára – tónleikaröð 600.000
Hóladómkirkja Sumartónleikar á Hólum 500.000
Íslenska Schumannfélagið Seigla 1.000.000
Jón Haukur Unnarsson Mannfólkið breytist í slím 2023 500.000
Jónas Ásgeir Ásgeirsson Kostum drepur kvenna karla ofríki 500.000
Kammeróperan ehf. Ævintýraóperan Hans og Gréta 600.000
Kór Hallgrímskirkju Barokk á aðventunni 500.000
Kór Neskirkju Kór Neskirkju 20 ára, H moll messa Bach 500.000
Kristín Mjöll Jakobsdóttir Hnúkaþeyr 20 ára 500.000
Kristín Þóra Haraldsdóttir STRENGUR 400.000
Kristjana Stefánsdóttir Ella í Hofi / Ella á Akranesi 800.000
Leifur Gunnarsson Myschi Yngstu hlustendurnir, Jazzhrekkur 500.000
Listvinafélagið í Reykjavík Listvinafélagið í Reykjavík- 3 tónleikar í Hörpu 700.000
LungA-Listahátíð ungs fólks LungA BLISS - tónleikar og tónlistarviðburðir 1.000.000
Magnea Tómasdóttir Sumar og aðventutónar í Hvalsneskirkju 400.000
María Sól Ingólfsdóttir Ljóð, blóð, læti og blæti 300.000
Michael Jón Clarke Frumflutningur jólasinfóníu e. Michael Jón Clarke 500.000
Múlinn - jazzklúbbur Tónleikaröð Jazzklúbbsins Múlans í Tónlistarhúsinu 1.000.000
Orgelhúsið, félagasamtök Orgelkrakkahátíð 500.000
Penumbra slf. Umbra sækir fram 500.000
Pera Óperukollektíf, félagasamtök. Óperudagar 2023 2.000.000
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir Tónleikatvenna ungra kvenna 500.000
Ragnhildur Ásvaldsdóttir Langt út / Far out II 800.000
Rekstrarfélagið GRÍMA ehf. Sumartónleikar LSÓ 2023 500.000
Sambandið óperukompaní, félagasamtök SMN - sýningar í menntaskólum. 300.000
Schola Cantorum,kammerkór Upprunaflutningur á Vespro della Beata Vergine 500.000
Sigurður Bjarki Gunnarsson Reykholtshátíð 2023 700.000
Sigurður Sævarsson Richard III 500.000
Sinfóníuhljómsveit Suðurlands ehf. Óperu og skólatónleikar á Höfn og í Vestmannaeyjum 1.000.000
Sinfóníuhljómsveit Suðurlands ehf. Sinfónískir jólatónleikar í Rangárþingi 1.000.000
Snorri Sigfús Birgisson Tónleikar með einleiksverkum fyrir píanó 200.000
Sumartónleikar í Akureyrarkirkju Sumartónleikar 2023 200.000
Söngsveitin Fílharmónía Messa heilagrar Sesselju eftir Joseph Haydn 500.000
Tumi Torfason \Torfær tími\" Útgáfutónleikar" 400.000
Töframáttur tónlistar sf. Töframáttur tónlistar 400.000
Ung nordisk musik Þátttaka Íslands í UNM Osló 2023 600.000
Við Djúpið, félag Við Djúpið 500000
Þjóðlagahátíð á Siglufirði Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 5.-9. júlí 2023 1.000.000
ÞjóðList ehf. Vaka 2023 400.000
Þóra Margrét Sveinsdóttir VATNIÐ: ný tónlist eftir Röggu Gísla 300.000
Þórunn Guðmundsdóttir Tvær ævintýraóperur 1.000.000

*Birt með fyrirvara um innsláttarvillur

Þetta vefsvæði byggir á Eplica