Tungumálakennsla sem grunnur að lýðræði

28.6.2023

Hefur þú áhuga á að taka þátt í evrópsku samstarfi á sviði tungumála og tungumálakennslu? Kynntu þér samstarf á vegum Miðstöðvar evrópskra tungumála og taktu þátt í að þróa tungumálakennslu til framtíðar. 

  • ECML-mynd-med-frett

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir næsta tímabil áætlunar á vegum Miðstöðvar evrópskra tungumála (European Centre for Modern Languages ECML) sem er stofnun á vegum Evrópuráðsins staðsett í Graz, Austurríki. 

Ný áætlun nefnist Language education at the heart of democracy, eða tungumálakennsla sem grunnur að lýðræði, og er hún til næstu fjögurra ára, 2024-2027. 

Innan nýrrar áætlunar opnast fjölmörg tækifæri fyrir öll þau sem koma að þróun og kennslu tungumála, til að taka þátt í samstarfi, vinnustofum og námskeiðum.

Hægt er að sækja um verkefni sem taka til áhersluatriða nýrrar áætlunar til 31. ágúst 2023, og er markmiðið að stuðla að þróun tungumálakennslu í Evrópu, allt frá stefnumótun til menntunar tungumálakennara og tungumálakennslu. Einnig er hægt að taka þátt í samstarfi og vinnustofum innan einstakra verkefna.

Nánari upplýsingar um áhersluatriði og fleira má finna hér á vef Miðstöðvar evrópskra tungumála.










Þetta vefsvæði byggir á Eplica