Umsóknarfrestur í Markáætlun um samfélagslegar áskoranir framlengdur til 17. september nk.

24.8.2020

Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest fyrir Markáætlun um samfélagslegar áskoranir sem vera átti 1. september nk. til 17. september vegna Covid-19 faraldursins.

Þar sem fjarvinna og aðrar aðstæður vegna Covid-19 faraldursins gætu haft áhrif á gæði umsókna í Markáætlun um samfélagslegar áskoranir, hefur stjórn sjóðsins ákveðið að framlengja umsóknarfrestinn, sem áður var auglýstur 1. september 2020, til 17. september nk. kl. 16:00. 

Markáætlun um samfélagslegar áskoranir er opinn samkeppnissjóður sem starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísinda-rannsóknir (nr. 3/2003 með áorðnum breytingum). Áherslur áætlunarinnar eru ákvarðaðar af Vísinda- og tækniráði, en hún er fjármögnuð af mennta- og menningar-málaráðuneyti. Rannís er umsýsluaðili sjóðsins.

Markmið með styrkveitingum er að hraða framförum í þremur flokkum:

  • Umhverfismál og sjálfbærni
  • Heilsa og velferð
  • Líf og störf í heimi breytinga

Umsóknarfrestur er framlengdur til kl. 16:00 þann 17. september 2020.

Umsækjendur eru beðnir að kynna sér vel reglur Markáætlunar um samfélagslegar áskoranir áður en hafist er handa við gerð umsóknar. Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum umsóknarkerfi Rannís.

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SÍÐU SJÓÐSINS

Þetta vefsvæði byggir á Eplica