Umsóknasmiðja LIFE

18.8.2022

Þriðjudaginn 13. september næstkomandi verður haldin vinnustofa í tengslum við umsóknar skrif í LIFE, umhverfis- og loftslagsáætlun Evrópusambandsins.

Umsóknasmiðjan hefst klukkan 9:00 á kynningu, spjalli og spurningum sem stendur til kl. 11:00.

Frá 11 til 15 gefst þátttakendum tækifæri til að vinna í eigin umsóknum með aðstoð sérfræðinga Rannís.  Áhugasamir skrái sig fyrir lok dags fimmtudagsins 8. september. 

Umsóknasmiðjan er haldin í húsnæði Rannís, Borgartúni 30, 3ju hæð.

Skráning

Þú getur valið um að skrá þátttöku á íslensku eða ensku efst til hægri á eyðublaðinu.

English

Þetta vefsvæði byggir á Eplica