Uppbyggingarsjóður EES í Póllandi auglýsir eftir umsóknum í IdeaLab vinnustofu – Cities for the future: services and solutions

13.11.2019

Vinnustofan fer fram í Otwock, Mazovian Voivodeship (nálægt Varsjá) í Pólland 2. - 6. mars 2020. Áhersla verður lögð á að þróa nýstárleg hagnýt rannsóknaverkefni fyrir snjallborgir framtíðarinnar.

  • EEA-grants

Þátttaka á vinnustofunni er ókeypis og mun The National Centre for Research and Development í Póllandi standa straum af kostnaði við fæði og uppihald meðan á vinnustofunni stendur. 

Í einhverjum tilvikum munu þátttakendur einnig fá ferðakostnað endurgreiddan skv. mati dómnefndar.

Umsóknarfrestur um þátttöku í vinnustofunni er til 30. nóvember 2019 klukkan 16.00 (CET).

Nánari upplýsingar um vinnustofuna og hvernig sótt er um þátttöku:  IdeaLab workshop Cities for the future: services and solutions

IdeaLab vinnustofan mun leitast við að tengja sérfræðinga til að byggja upp þverfagleg samstarfsverkefni á milli pólskra sérfræðinga við íslenska, norska og/eða liechtensteinskra aðila. Tilgangur vinnustofunnar er að skapa verkefni sem eru styrkhæf í Uppbyggingasjóð EES í Póllandi. Styrkir verða á bilinu 500 þúsund til 6 milljóna evra og verða veittir til framúrskarandi verkefna.

Uppbyggingasjóði EES er ætlað að styrkja samstarf EES ríkjanna þriggja, Íslands, Liechtenstein og Noregs við 15 móttökuríki.

Tengiliður hjá Rannís er Egill Þór Níelsson









Þetta vefsvæði byggir á Eplica