Umsóknarfrestur framlengdur: Uppbyggingarsjóður EES í Portúgal auglýsir eftir umsóknum

18.9.2019

Opnað hefur verið fyrir umsóknir Uppbyggingarsjóðs EES í samstarfi við Portúgal í flokknum "Blue Growth" – viðskiptaþróun, nýsköpun og lítil og meðalstór fyrirtæki í bláa hagkerfinu. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 29. nóvember nk.

  • EEA-grants

Markmið styrkjanna er að auka verðmætasköpun og stuðla að sjálfbærni í bláa hagkerfinu. Vakin er sérstök athygli á að umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 29. nóvember 2019.

Uppbyggingasjóði EES er ætlað að styrkja samstarf EES ríkjanna þriggja, Íslands, Liechtenstein og Noregs við 15 móttökuríki.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Tengiliður hjá Rannís: Egill Þór Níelsson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica