Tékknesk tengslaráðstefna til að koma á samstarfsverkefnum tengdum menningararfi

25.8.2021

Umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð EES um samstarfsverkefnin er 1. nóvember nk.   
  • EEA-grants

Tékkar standa fyrir rafrænni tengslaráðstefnu um miðjan september 2021 með það að markmiði að því tengja saman stofanir og aðila sem starfa á sviði menningar og menningararfs. 

Nánari upplýsingar um dagsetningu verða gefnar þegar nær dregur og fær hver þátttakandi sendan í tölvupósti tengil til að tengjast tengsla­ráðstefnunni.

Hver þátttakandi fær um 5 mínútur til að að kynna sína stofnun og verkefnishugmynd fyrir áhugasömum samstarfsaðilum. 

Hér gefst kjörið tækifæri til að kynnast tékkneskum kollegum og komast í samstarf. 

Áhugasamir geta skráð þátttöku til 5. september nk. 

Vinsamlegast athugið að umsóknarfrestur í verkefnin sjálf er til 1. nóvember 2021.

Nánari upplýsingar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica