Úthlutun styrkja úr Innviðasjóði árið 2024

24.1.2024

Alls barst sjóðnum 46 umsókn. Þar af voru 44 gildar umsóknir sem voru metnar af fagráði. Samtals var sótt um 1.273 milljónir króna til sjóðsins; 764 milljónir til sex verkefna á vegvísi, og um 509 milljónir til 38 verkefna utan vegvísis. 

  • Iss_6429_00589

Styrkir til verkefna á vegvísi eru talsvert viðameiri en almennir styrkir. Öll verkefnin sex á vegvísi hlutu styrk auk tveggja verkefna utan vegvísis sem samsvarar 17% umsókna. Samtals var úthlutað rúmlega 455 milljón króna sem er 36% af umsóttri upphæð. Um 93% úthlutaðs fjármagns var veitt til vegvísaverkefna.

Í boði fyrir almenn verkefni voru fjórar styrktegundir:

  • Tækjakaupastyrkur
  • Uppbyggingastyrkur
  • Uppfærslu/viðhaldsstyrkur
  • Aðgengisstyrkur

Veittur var einn tækjakaupastyrkur og einn uppbyggingastyrkur.

Listi yfir úthlutun úr Innviðasjóði 2024*

Nánari greining á umsóknum og styrkjum verður birt á vefsíðu Innviðasjóðs á næstunni.

Innviðir á vegvísi 2024

Stofnun Forsvarsmaður Heiti verkefnis Veitt í Kr.
Háskóli Íslands Heilbrigðisvísindasvið Hans Tómas Björnsson Frá sameindum til sniðlækninga: heildstæð aðstaða fyrir nútíma lífvísindi. 119.399.129
Háskóli Íslands Guðmundur H Kjærnested Icelandic Research e-Infrastructure (IREI) 70.774.795
Háskóli Íslands - Hugvísindasvið Ólöf Garðarsdóttir MSHL - annað stig 64.479.682
Háskóli Íslands Heilbrigðisvísindasvið Snorri Þór Sigurðsson Efnagreining – frá frumefnum til lífsameinda (EFNGREIN) 71.366.996

Háskóli Íslands

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Unnar Bjarni Arnalds Vegvísir í efnisvísindum og efnisverkfræði 51.639.652
Veðurstofa Íslands Kristín Sigríður Vogfjörð EPOS Ísland 43.456.839
Alls 421.117.093

Tækjakaupastyrkir

Stofnun Forsvarsmaður Heiti verkefnis Veitt í Kr.
Háskóli Íslands- Verkfræði- og náttúruvísindasvið Samuel Warren Scott Enhancing Iceland's Volcanic Research and Monitoring: A Proposal for Advanced Degassing Infrastructure 14.569.230
Alls 14.569.230

Uppbyggingastyrkir

Stofnun Forsvarsmaður Heiti verkefnis Veitt í þús. Kr.
Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið Ásdís Aðalbjörg Arnalds Gagnagrunnur um kynin og kynslóðir: Þátttaka Íslands í GGS 19.640.250
Alls 19.640.250

*Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica