Úthlutun styrkja úr Innviðasjóði fyrir árið 2020

30.6.2020

Alls bárust sjóðnum 77 umsóknir þar sem samtals var sótt um 900 milljónir króna.

Í ljósi erfiðrar stöðu samfélagsins vegna heimsfaraldurs Covid-19 ákvað ríkisstjórn Íslands að veita aukafé til úthlutunar í Innviðasjóð og bættust þannig 125 milljónir við úthlutunina.

Í ár hlutu 28 verkefni styrk upp á samtals rúmar 340 milljónir króna.

Í boði voru fjórar styrktegundir:

  • Tækjakaupastyrkur
  • Uppbyggingarstyrkur
  • Uppfærslu/viðhaldsstyrkur
  • Aðgengisstyrkur
Veittir voru 10 tækjakaupastyrkir, 10 uppbyggingarstyrkir, 7 uppfærslu/viðhaldsstyrkir og einn aðgengisstyrkur.

Listi yfir úthlutun úr Innviðasjóði 2020*

*Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Staðsetning innviðar Forsvarsmaður umsóknar Titill Styrktegund Veitt í þús. kr.
Háskólinn í Reykjavík - Tækni- og verkfræðideild Ármann Gylfason High speed, high resolution image detection system for fluid mechanics and materials research Tækjakaup 6.801
ÍSOR-Íslenskar orkurannsóknir Ásdís Benediktsdóttir Viðnámstæki: MT-skráningartæki Tækjakaup 10.949
Nýsköpunarmiðstöð Íslands Birgir Jóhannesson Uppfærsla á Zeiss Supra 25 rafeindasmásjá Uppfærsla/viðhald 6.134
Landbúnaðarháskóli Íslands Bjarni Diðrik Sigurðsson Tækjasamstæða til lífeðlisfræðilegra mælinga á gróðri: LI-6800 Portable Photosynthesis System og RedEdge MX Dual Camera Imaging System Tækjakaup 7.896
Landspítali-háskólasjúkrahús Bylgja Hilmarsdóttir Core Facility for Primary tumor Cell Culture Uppbygging 10.147
Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Edda Elísabet Magnúsdóttir Fjölþætt fjarkönnun á láði og legi með notkun ómannaðra farartækja Tækjakaup 3.974
Textílmiðstöð Íslands og Þekkingarsetur á Blönduósi ses Elsa Arnardóttir Textíll í takt við tímann - Uppbygging innviða til rannsókna á textíl Uppbygging 17.612
Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið Eva Heiða Önnudóttir Íslenska kosningarannsóknin (ÍsKos) 2021 Uppfærsla/viðhald 14.661
Raunvísindastofnun Friðrik Magnus Skautaðar nifteindaspeglunarmælingar á seglandi örmynstrum Aðgengi 266
Landmælingar Íslands Gro Birkefeldt Moller Pedersen Geoportal Iceland Uppbygging 3.980
Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið Guðbjörg Andrea Jónsdóttir European Social Survey ERIC, lota 10 Uppbygging 31.838
Raunvísindastofnun Guðmundur Heiðar Guðfinnsson SPEX 8530 Shatterbox for powdering of solid earth materials Tækjakaup 5.702
Raunvísindastofnun Halldór Geirsson Tæki til nákvæmnis GNSS-mælinga Uppfærsla/viðhald 8.790
Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Hans Tómas Björnsson Uppbygging innviða til að framkvæma CRISPR-Cas9 í frumum og músum. Uppbygging 17.420
Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Jens Guðmundur Hjörleifsson Uppbygging á próteinvísindakjarna í Öskju Náttúrufræðahúsi Uppbygging 18.485
Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Jörundur Svavarsson Animal-borne monitoring equipment for marine mammals Tækjakaup 7.720
Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Kalina Hristova Kapralova Acoustic telemetry equipment for tracking freshwater fish Uppbygging 14.549
Veðurstofa Íslands Kristín Sigríður Vogfjörð Uppbygging jarðskjálftamælabankans Loka Tækjakaup 9.136
Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Magnús Tumi Guðmundsson Tæki til segulmælinga úr lofti: Segulmælir og dróni Tækjakaup 4.713
Háskólinn á Akureyri Margrét Auður Sigurbjörnsdóttir Sérhæfður mælir til efnagreininga og lífvirknimælinga Uppfærsla/viðhald 5.940
Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Margrét Þorsteinsdóttir Sjálfvirkur sýnameðhöndlunarbúnaður (e. Liquid handling robot) Tækjakaup 18.054
Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Ragnhildur Þóra Káradóttir Cell Physiology Core Facility Uppbygging 25.499
Raunvísindastofnun Sigríður Jónsdóttir Bruker Avance NEO Spect. 400 MHz NMR Console Uppfærsla/viðhald 34.583
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Steinþór Steingrímsson 19. aldar málheild Uppbygging 9.910
Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Sveinbjörn Gizurarson Háþrýsti-vökvagreinir Tækjakaup 4.916
Raunvísindastofnun Unnar Bjarni Arnalds University of Iceland Nanotechnology and Materials Science Centre Uppfærsla/viðhald 8.952
Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Viðar Guðmundsson Uppfærsla og viðhald IHPC reikniklasa Uppfærsla/viðhald 26.588
Stofnun Rannsóknasetra Háskóla Íslands Vilhelm Vilhelmsson Gagnagrunnur sáttanefndabóka Uppbygging 5.114
      Samtals 340.329








Þetta vefsvæði byggir á Eplica