Úthlutun styrkja úr Innviðasjóði fyrir árið 2021
Alls barst sjóðnum 51 umsókn þar sem samtals var sótt um 1.047 milljónir króna. Sótt var um samtals 462 milljónir til 6 verkefna á vegvísi, og um 585 milljónir til 45 verkefna utan vegvísis.
Í ár er í fyrsta skipti úthlutað styrkjum til innviðaverkefna sem valin voru á vegvísi um rannsóknarinnviði í byrjun ársins.
Styrkir til verkefna á vegvísi eru talsvert viðameiri en almennir styrkir og var framlag til sjóðsins aukið verulega.
Öll verkefnin sex á vegvísi hlutu styrk auk 15 almennra verkefna, samtals rúmlega 546 milljónir króna. Þetta er langstærsta úthlutun úr sjóðnum frá upphafi. Um 80% styrkupphæðarinnar fara til vegvísaverkefna.
Í boði fyrir almenn verkefni voru fjórar styrktegundir:
- Tækjakaupastyrkur
- Uppbyggingarstyrkur
- Uppfærslu/viðhaldsstyrkur
- Aðgengisstyrkur
Veittir voru tólf tækjakaupastyrkir og þrír uppbyggingarstyrkir. Enginn uppfærslu/viðhaldsstyrkur var veittur og engin umsókn barst um aðgengisstyrk.
Listi yfir úthlutun úr Innviðasjóði 2021
Innviðir á vegvísi 2021:
| Stofnun | Forsvarsmaður | Heiti | Veitt í þús. kr. | 
| Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Óttar Rolfsson | Efnagreining – frá frumefnum til lífsameinda (EFNGREIN) | 114.585 | 
| Veðurstofa Íslands | Kristín Sigríður Vogfjörð | EPOS Ísland | 39.351 | 
| Háskóli Íslands | Hans Tómas Björnsson | Frá sameindum til sniðlækninga: heildstæð aðstaða fyrir nútíma lífvísindi. | 80.964 | 
| Háskóli Íslands | Guðmundur H Kjærnested | Íslenskir rafrænir innviðir til stuðnings við rannsóknir (IREI) | 74.175 | 
| Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Guðmundur Hálfdánarson | MSHL - fyrsta stig | 24.951 | 
| Raunvísindastofnun | Unnar Bjarni Arnalds | Vegvísir í efnisvísindum og efnisverkfræði | 106.717 | 
| Alls | 440.743 | 
Tækjakaupastyrkir:
| Stofnun | Forsvarsmaður | Heiti | Veitt í þús. kr. | 
| Háskólinn á Akureyri | Brynhildur Bjarnadóttir | Iðufylgnimælitæki (Eddy covariance) til að mæla flæði kolefnis og raungufun í vistkerfum. | 13.810 | 
| Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Þór Eysteinsson | Image-guided laser system fyrir leysimeðferð í augnbotnum nagdýra | 6.915 | 
| Háskóli Íslands - VON | Ingibjörg Svala Jónsdóttir | Koltvísýringsflæði í landvistkerfum | 2.638 | 
| Landbúnaðarháskóli Íslands | Isabel Pilar Catalan Barrio | Near Infrared Reflectance Spectroscopy (NIRS) to measure plant quality across Iceland | 5.979 | 
| Stofnun Rannsóknasetra Háskóla Íslands | Filipa Isabel Pereira Samarra | Portable echosounder towards low-cost, fine-scale integrated ecosystem monitoring | 5.590 | 
| Háskólinn á Akureyri | Margrét Auður Sigurbjörnsdóttir | Sérhæfður ræktunarskápur, ætlaður til plönturæktunar og rannsókna í plöntumeinafræði | 2.562 | 
| Matís | Viggó Þór Marteinsson | Sjálfvirkur örverufangari úr andrúmslofti | 3.006 | 
| Háskóli Íslands - VON | Sigurður Erlingsson | Skúfstyrkseiginleikar jarðefna í breyttu veðurfari | 14.601 | 
| Raunvísindastofnun | Ármann Höskuldsson | Smásjá og greiningarforrit að gerðinni Leica DVM6 | 8.554 | 
| Háskólinn í Reykjavík - Sálfræðideild | Birna Baldursdóttir | Virknimælar - tækjasamstæða fyrir rannsóknir á svefni og hreyfingu | 6.122 | 
| Háskóli Íslands - VON | Ingibjörg Jónsdóttir | Þrívíddarver á sviði jarðfræðikortlagningar og fjarkönnunar. | 2.582 | 
| Raunvísindastofnun | Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson | Örbylgjuhvarfi fyrir þróun efnasmíða | 4.255 | 
| Alls | 76.614 | 
Uppbyggingarstyrkir:
| Stofnun | Forsvarsmaður | Heiti | Veitt í þús. Kr. | 
| Stofnun Rannsóknasetra Háskóla Íslands | Vilhelm Vilhelmsson | Gagnagrunnur sáttanefndabóka | 6.083 | 
| Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið | Guðbjörg Andrea Jónsdóttir | GAGNÍS - Gagnaþjónusta í félagsvísindum á Íslandi | 18.945 | 
| Raunvísindastofnun Háskólans | Sigurður Jakobsson | Rafrænt aðgengi skjálftarita II | 3.800 | 
| Alls | 28.828 | 
Nánari greining á umsóknum og styrkjum verður birt á vefsíðu Innviðasjóðs á næstunni.
Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

 
            