Úthlutun styrkja úr Innviðasjóði fyrir árið 2021

3.6.2021

Alls barst sjóðnum 51 umsókn þar sem samtals var sótt um 1.047 milljónir króna. Sótt var um samtals 462 milljónir til 6 verkefna á vegvísi, og um 585 milljónir til 45 verkefna utan vegvísis.

  • 1622716115671_ING_38192_51346.eps_1800_2000

Í ár er í fyrsta skipti úthlutað styrkjum til innviðaverkefna sem valin voru á vegvísi um rannsóknarinnviði í byrjun ársins.

Styrkir til verkefna á vegvísi eru talsvert viðameiri en almennir styrkir og var framlag til sjóðsins aukið verulega.

Öll verkefnin sex á vegvísi hlutu styrk auk 15 almennra verkefna, samtals rúmlega 546 milljónir króna. Þetta er langstærsta úthlutun úr sjóðnum frá upphafi. Um 80% styrkupphæðarinnar fara til vegvísaverkefna.

Í boði fyrir almenn verkefni voru fjórar styrktegundir:

  • Tækjakaupastyrkur
  • Uppbyggingarstyrkur
  • Uppfærslu/viðhaldsstyrkur
  • Aðgengisstyrkur

Veittir voru tólf tækjakaupastyrkir og þrír uppbyggingarstyrkir. Enginn uppfærslu/viðhaldsstyrkur var veittur og engin umsókn barst um aðgengisstyrk.

Listi yfir úthlutun úr Innviðasjóði 2021

Innviðir á vegvísi 2021:

Stofnun Forsvarsmaður Heiti  Veitt í þús. kr.
Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Óttar Rolfsson Efnagreining – frá frumefnum til lífsameinda (EFNGREIN) 114.585
Veðurstofa Íslands Kristín Sigríður Vogfjörð EPOS Ísland 39.351
Háskóli Íslands Hans Tómas Björnsson Frá sameindum til sniðlækninga: heildstæð aðstaða fyrir nútíma lífvísindi. 80.964
Háskóli Íslands Guðmundur H Kjærnested Íslenskir rafrænir innviðir til stuðnings við rannsóknir (IREI) 74.175
Háskóli Íslands - Hugvísindasvið Guðmundur Hálfdánarson MSHL - fyrsta stig 24.951
Raunvísindastofnun Unnar Bjarni Arnalds Vegvísir í efnisvísindum og efnisverkfræði 106.717
    Alls 440.743

Tækjakaupastyrkir:

Stofnun Forsvarsmaður Heiti  Veitt í þús. kr.
Háskólinn á Akureyri Brynhildur Bjarnadóttir Iðufylgnimælitæki (Eddy covariance) til að mæla flæði kolefnis og raungufun í vistkerfum. 13.810
Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Þór Eysteinsson Image-guided laser system fyrir leysimeðferð í augnbotnum nagdýra 6.915
Háskóli Íslands - VON Ingibjörg Svala Jónsdóttir Koltvísýringsflæði í landvistkerfum 2.638
Landbúnaðarháskóli Íslands Isabel Pilar Catalan Barrio Near Infrared Reflectance Spectroscopy (NIRS) to measure plant quality across Iceland 5.979
Stofnun Rannsóknasetra Háskóla Íslands Filipa Isabel Pereira Samarra Portable echosounder towards low-cost, fine-scale integrated ecosystem monitoring 5.590
Háskólinn á Akureyri Margrét Auður Sigurbjörnsdóttir Sérhæfður ræktunarskápur, ætlaður til plönturæktunar og rannsókna í plöntumeinafræði 2.562
Matís Viggó Þór Marteinsson Sjálfvirkur örverufangari úr andrúmslofti 3.006
Háskóli Íslands - VON Sigurður Erlingsson Skúfstyrkseiginleikar jarðefna í breyttu veðurfari 14.601
Raunvísindastofnun Ármann Höskuldsson Smásjá og greiningarforrit að gerðinni Leica DVM6 8.554
Háskólinn í Reykjavík - Sálfræðideild Birna Baldursdóttir Virknimælar - tækjasamstæða fyrir rannsóknir á svefni og hreyfingu 6.122
Háskóli Íslands - VON Ingibjörg Jónsdóttir Þrívíddarver á sviði jarðfræðikortlagningar og fjarkönnunar. 2.582
Raunvísindastofnun Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson Örbylgjuhvarfi fyrir þróun efnasmíða 4.255
    Alls 76.614

Uppbyggingarstyrkir:

Stofnun Forsvarsmaður Heiti  Veitt í þús. Kr.
Stofnun Rannsóknasetra Háskóla Íslands Vilhelm Vilhelmsson Gagnagrunnur sáttanefndabóka 6.083
Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið Guðbjörg Andrea Jónsdóttir GAGNÍS - Gagnaþjónusta í félagsvísindum á Íslandi 18.945
Raunvísindastofnun Háskólans Sigurður Jakobsson Rafrænt aðgengi skjálftarita II 3.800
    Alls 28.828

Nánari greining á umsóknum og styrkjum verður birt á vefsíðu Innviðasjóðs á næstunni.

Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica