Úthlutun Tækniþróunarsjóðs fyrir Hagnýt rannsóknarverkefni 2017
Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 12 verkefna til samninga um hagnýtar rannsóknir fyrir allt að hundrað sextíu og fimm milljónir króna.
Á fundi sínum 7. apríl 2017 ákvað stjórn Tækniþróunarsjóðs að bjóða verkefnisstjórum eftirtalinna verkefna að ganga til samninga *.
Haft verður samband við verkefnisstjóra þessara verkefna og þeir boðaðir til samningarfundar.
| Heiti verkefnis | Umsækjandi | Verkefnisstjóri |
| Áburður úr lofti og vatni: Í átt að hagnýtingu | Raunvísindastofnun Háskólans | Egill Skúlason |
| Betri röðun skurðaðgerða | Háskóli Íslands | Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson |
| Bridging Textiles to the Digital Future | Þekkingarsetrið á Blönduósi | Ragnheiður Björk Þórsdóttir |
| Fiskur framtíðarinnar | Matís | Holly Tasha Petty |
| Forspárgildi svefngæða á heilsu | Vitvélastofnun Íslands | Halla Helgadóttir |
| Kögglun hráefna og aukaafurða fyrir kísilframleiðslu | Nýsköpunarmiðstöð Íslands | Sunna Ólafsdóttir Wallevik |
| Nýting baktería til að hreinsa járn úr jarðefnum | Nýsköpunarmiðstöð Íslands | Kristján Leósson |
| Orka úr rusli með gösun | Háskóli Íslands | Christiaan Petrus Richter |
| Regluleg röðun | Háskóli Íslands | Kristinn Andersen |
| Samtúlkun gagna fyrir jarðhitakerfi | Háskólinn í Reykjavík | María Sigríður Guðjónsdóttir |
| Súrþang | Matís | Ólafur Héðinn Friðjónsson |
| Táknræn mynsturuppgötvun í viðskiptagögnum | Vitvélastofnun Íslands | Kristinn R. Þórisson |
* Birt með fyrirvara um hugsanlegar villur.
Nánari upplýsingar um Tækniþróunarsjóð.

