Úthlutun úr Jafnréttissjóði Íslands fyrir árið 2023
Stjórn Jafnréttissjóðs Íslands hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2023, en umsóknarfrestur rann út 27. apríl síðastliðinn.
Styrkveitingar voru kynntar mánudaginn 19. júní á Hótel Hilton Reykjavík Nordica, þar sem forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, veitti styrkina við formlega athöfn.
Markmið Jafnréttissjóðs er að styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu, en sjóðurinn var stofnaður í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli íslenskra kvenna árið 2015.
Alls bárust 47 umsóknir í sjóðinn að þessu sinni. Úthlutað var rúmum 54 milljónum króna til 11 verkefna.
Rannsóknaverkefni
Ásdís Aðalbjörg Arnalds | Alþjóðlega viðhorfakönnunin um fjölskyldulíf og breytt kynhlutverk | 3.000.000 |
Eliona Gjecaj | Fatlaðar konur og ofbeldi: Aðgengi að réttlæti (Disabled Women and Violence: Access to Justice) | 6.996.000 |
Eygló Árnadóttir | Efling íslenskra skóla í forvörnum, fræðslu og viðbrögðum við kynbundnu ofbeldi | 6.996.000 |
Fayrouz Nouh | Múslimskar innflytjendakonur á íslenskum vinnumarkaði | 6.994.000 |
Flora Tietgen | Reynsla innflytjendakvenna af ofbeldi í nánu sambandi á Íslandi | 6.948.000 |
Hafdís Erla Hafsteinsdóttir | Kynjapólitískur vígvöllur? Alnæmisfaraldurinn á Íslandi og áhrif hans á hugmyndir um jafnrétti | 6.984.000 |
Jeannette Jeffrey | Exploring an Inclusive Post-Pandemic Language Learning Environment for Icelandic Language Learners | 3.776.000 |
Kynningar- og fræðsluverkefni
Elín Björk Jóhannsdóttir | Fléttur VII. Hinsegin Ísland í alþjóðlegu samhengi | 2.457.873 |
Helena Aðalsteinsdóttir | LungA Listahátíð | 2.118.000 |
Linda Dögg Ólafsdóttir | Við þorum, getum og viljum! | 4.770.500 |
Ofbeldisforvarnaskólinn ehf. | Geltu - stuttmynd um hatursorðræðu | 3.155.000 |