Úthlutun úr Máltæknisjóði árið 2016

13.12.2016

Stjórn Máltæknisjóðs ákvað á fundi sínum miðvikudaginn 23. nóvember sl. að leggja til við ráðherra að úthluta þremur verkefnum alls 29.180.000 kr. í úthlutun sjóðsins fyrir árið 2016. Alls bárust 6 umsóknir um styrk.

Eftirtalin verkefni hljóta styrk*:

  • Environment for building text-to-speech synthesis for Icelandic. Verkefnisstjóri: Jón Guðnason, Háskólanum í Reykjavík. 23.077.000 kr.
  • Reynir – A Parser and Processor for Icelandic (greynir.is). Verkefnisstjóri: Vilhjálmur Þorsteinsson, Miðeind ehf. 5.355.000 kr.
  • KLAKI - database of Icelandic vocabulary. Verkefnisstjóri: Bjarni Benedikt Björnsson, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. 748.000 kr.

 

*Upplýsingar birtar með fyrirvara um innsláttarvillur.

Vefsíða Máltæknisjóðs









Þetta vefsvæði byggir á Eplica