Úthlutun úr Mál­tækni­sjóði árið 2017

7.11.2017

Stjórn Máltæknisjóðs ákvað á fundi sínum 24. október sl. að styrkja fjögur verkefni á sviði máltækni um alls 38.613.000 kr. í úthlutun sjóðsins fyrir árið 2017, en það er aukning um 10 millj. kr. frá síðasta styrkári. Alls bárust níu umsóknir um styrk.

Tilgangur sjóðsins er annars vegar að efla og vernda íslenska tungu og hins vegar að auðvelda nýtingu nýrrar samskiptatækni í íslensku samfélagi, til hagsbótar almenningi, stofnunum og fyrirtækjum. Sjóðurinn styður verkefni á sviði máltækni i því skyni að gera íslensku gjaldgenga í stafrænni  upplýsinga­tækni og stuðla að notkun hennar á þeim vettvangi.

Eftirtalin verkefni hljóta styrk:*

  • Restructuring The Database of Modern Icelandic Inflection. Verkefnisstjóri: Kristín S J Bjarnadóttir, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. 16.900.000 kr.
  • MálGreynir: A grammar analyzer and corrector for Icelandic. Verkefnisstjóri: Vilhjálmur Þorsteinsson, Miðeind ehf. 8.438.000 kr.
  • TaugaGreynir: A neural network POS tagger and parser for Icelandic. Verkefnisstjóri: Vilhjálmur Þorsteinsson, Miðeind ehf. 7.875.000 kr.
  • Parallel corpus for machine translation. Verkefnisstjóri: Steinþór Steingrímsson, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. 5.400.000 kr.

*Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica