Úthlutun úr Nýsköpunarsjóði námsmanna 2018

7.3.2018

Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur lokið úthlutun fyrir sumarið 2018.

Nýsköpunarsjóði námsmanna barst alls 171 umsókn í ár fyrir 266 háskólanema. Umsóknarfrestur rann út 5. febrúar síðastliðinn. Alls var sótt um rúmlega 181 milljón króna eða laun í 779 mannmánuði.

Að þessu sinni hafði sjóðurinn um 73 milljónir króna til úthlutunar og hlutu alls 72 verkefni styrk (árangurshlutfall miðað við fjölda umsókna og veitta styrki er því 42,1%). Í styrktum verkefnum eru 108 nemendur skráðir til leiks í alls 314 mannmánuði.

Allir umsækjendur fá tölvupóst með nánari upplýsingum um úthlutunina. Sá listi sem birtur er hér er yfir þau verkefni sem hljóta styrk árið 2018. Listinn er birtur með fyrirvara um villur.

Verkefnin eru skráð eftir nafni umsjónarmanns og titli verkefnis ásamt upplýsingum um aðsetur umsjónarmanns og þá upphæð sem verkefnið hlýtur í styrk.

Sækja úthlutunartöflu (pdf).

Þetta vefsvæði byggir á Eplica