Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2016

21.3.2016

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun til nýrra rannsókna­verkefna fyrir árið 2016. Alls barst 291 gild umsókn í Rannsókna­sjóð að þessu sinni og voru 72 þeirra styrktar eða 25% umsókna.

Hér á eftir er yfirlit yfir skiptingu milli styrktegunda. Frekari greining verður birt á heimasíðu Rannís innan skamms.

Öndvegisstyrkir

Alls bárust 22 umsóknir um öndvegisstyrki og voru 6 styrktar eða 27% umsókna.

Verkefnisstyrkir

Alls bárust 190 umsóknir um verkefnisstyrki og voru 44 styrktar eða 23% umsókna.

Rannsóknastöðustyrkir

Alls bárust 35 umsóknir um rannsóknastöðustyrki og voru 10 þeirra styrktar eða 29% umsókna.

Doktorsnemastyrkir

Alls bárust 44 umsóknir um doktorsnemastyrki og voru 12 styrktar eða 27% umsókna.










Þetta vefsvæði byggir á Eplica