Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2022

14.1.2022

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun styrkja til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2022, stærstu úthlutun sjóðsins frá upphafi. Alls bárust 355 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð og voru 82 þeirra styrktar eða rúmlega 23% umsókna.

  • ISS_6117_03585

Rannsóknasjóður er leiðandi samkeppnissjóður hér á landi. Sjóðurinn styrkir verkefni á öllum sviðum vísinda, allt frá styrkjum fyrir doktorsnema til öndvegisstyrkja. Öndvegisstyrkir eru veittir til stórra verkefna sem skara fram úr á sínu sviði og hafa alþjóðlega tengingu. Á síðasta ári hafði sjóðurinn 3.7 milljarða; í ár hafa fjárveitingar til sjóðsins hækkaða í 3.8 milljarða.

Fjöldi nýrra verkefna er sá sami og í fyrra en þá hafði hann aldrei verið meiri eða 82 verkefni; úthlutuð heildarupphæð er sú hæsta frá upphafi. Styrkveitingar til nýrra verkefna nema á þessu ári 1.4 milljarði króna, en þar sem verkefnin eru almennt til þriggja ára verður heildarkostnaður vegna þeirra rúmlega 4 milljarðar króna á árunum 2022-2024. Auk styrkja til nýrra verkefna koma um 2.3 milljarðar til greiðslu á árinu vegna styrkja til eldri verkefna. Rannsóknasjóður mun einnig styrkja þátttöku íslenskra aðila í alþjóðlega samfjármögnuðum verkefnum.

Hér á eftir er yfirlit yfir skiptingu milli styrktegunda. Frekari greiningu er að finna á vef Rannsóknasjóðs. Upphæðir geta breyst við samningagerð og eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur.

Úthlutunarfrétt á ensku.

Öndvegisstyrkir (öll fagráð)


Alls bárust 30 umsóknir um öndvegisstyrki og voru 6 styrktar eða 20% umsókna.

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Sunna Kristín Símonardóttir, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Ari Klængur Jónsson, Ásdís Aðalbjörg Arnalds Háskóli Íslands, Félagsvísindasvið Áhrif stefnumótunar og foreldramenningar á barneignir á Íslandi 45.685
Viggó Þór Marteinsson MATÍS IceGut: Áhrif mataræðis á þarmaflóru barna á Íslandi frá meðgöngu til fimm ára aldurs 49.991
Eniko Bali, Halldór Geirsson, Sæmundur Ari Halldórsson Háskóli Íslands, Raunvísindastofnun Kvikuhreyfingar á Reykjanesskaga - Samþætt jarðefnafræði- og jarðeðlisfræðirannsókn á eldgosinu við Fagradalsfjall árið 2021 42.149
Vilmundur G. Guðnason Hjartavernd Mat á viðkvæmum æðaskellum 45.115
Steinunn Kristjánsdóttir, James G. Clark Háskóli Íslands, Hugvísindasvið Samspil manns og náttúru: Umsvif íslenskra Benediktsklaustra á miðöldum 49.452
Lárus Thorlacius, Valentina Giangreco M. Puletti, Friðrik Freyr Gautason, Zhao-He Watse Sybesma Háskóli Íslands, Raunvísindastofnun Skammtasvið og skammtarúm 48.547

Verkefnisstyrkir

Alls barst 171 umsókn um verkefnisstyrki og voru 43 styrktar eða um 25% umsókna.

Raunvísindi og stærðfræði (19%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Elisa Johanna Piispa Raunvísindastofnun Segulsviðsstyrkur jarðarinnar við ~ 13 Ma viðsnúningsatburð frá íslensku hrauninu 13.871
Krishna Kumar Damodaran Raunvísindastofnun Sértæk valkvæð efnasmíði á handhverfuhreint málm lífrænum efnasamböndum í súpra mólikúlum gelum 22.425
Sigurður Freyr Hafstein Raunvísindastofnun Línuleg bestun í stað línulegra fylkjaójafna við stöðugleikarannsóknir á skiptikerfum 15.912
Snorri Þorgeir Ingvarsson Raunvísindastofnun Seglun undir áhrifum bjögunar 18.947
Steffen Mischke Raunvísindastofnun Áhrif mannvistar á íslensk stöðuvötn 17.603
Þorvaldur Þórðarson Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Rishraði kviku, þróun grunnstæðra gosferla og sprengivirkni í basaltgosum 11.758

Verkfræði og tæknivísindi (30%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Ármann Gylfason Háskólinn í Reykjavík - Verkfræðideild Hagnýting vindorku við erfiðar veðurfarsaðstæður; hagnýtar tilraunir 20.820
Benedikt Halldórsson Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Ákvörðun staðbundinnar mögnunar jarðskjálftabylgna út frá jarðfræði og landslagi á Íslandi og notkun í nýju skammtíma jarðskjálftahættumati 20.505
Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir Háskólinn í Reykjavík - Verkfræðideild Aðlögun Ál-rafgreiningarkers að CCS 21.208
Halldór Pálsson Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Gerð straumfræðilíkana í háupplausn af iðustreymi tvífasa flæðis í kerfum tengdum vinnslu jarðhita 17.012
María Óskarsdóttir Háskólinn í Reykjavík - Tölvunarfræðideild Áhrifavaldar í breytilegum fjöllaga netum 17.957
Tarmo Uustalu Háskólinn í Reykjavík - Tölvunarfræðideild Computational effects and high-level control 21.250

Náttúru- og umhverfisvísindi (25%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Háskóli Íslands - Stofnun Rannsóknasetra Ytri og innri áhrifaþættir við upphaf fars Atlantshafsþorsks 21.250
Guðrún Gísladóttir Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Mýrar undir álagi: Áhrif áfoks og gjósku á kolefni í röskuðum mýrum 21.890
Jose Augusto Belchior Alves Háskóli Íslands - Stofnun Rannsóknasetra Hnattræn ferðalög vaðfugla sem metill á umhverfisbreytingar og tæki til náttúruverndar 20.510
Jukka Heinonen, Brynhildur Davíðsdóttir Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Þróun á sjálfbærum neyslugangi fyrir íslenskt samfélag með atvinnugeira að leiðarljósi 16.802
Julian Mariano Burgos Hafrannsóknastofnun Kóralþörungar á kaldsjávarsvæðum: Úrbreiðsla og vistfræði við Ísland 18.763
Skúli Skúlason Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Þættir sem ákvarða breytileika í lífssögu smárra stofna, bæði í tíma og rúmi 21.266
Stefán Steingrímsson Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Óðalsatferli, fæðunám og félagskerfi laxfiska í ám: Stöðugleiki og mótun 18.009
Tómas Gunnarsson Háskóli Íslands - Stofnun Rannsóknasetra Áhrif landnotkunar og loftslags á varpárangur vaðfugla 20.746

Lífvísindi (33%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Berglind Ósk Einarsdóttir Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Ónæmisforðun sortuæxlisfrumna með lága MITF tjáningu 19.870
Björn Aðalsteinsson MATÍS CAZyme-X - Ný sykruensím 21.250
Elvar Örn Viktorsson Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Forklínísk þróun nýrra fenazína með berklahemjandi áhrif 18.337
Guðrún Valdimarsdóttir Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Rakning á ferðalagi fósturfruma í þroskun fylgju og meðgöngueitrun 19.953
Margrét Helga Ögmundsdóttir Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Ísóform sértækt hlutverk sjálfsátsgensins ATG7 í krabbameinum 22.290
Stefán Sigurðsson Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Hlutverk MITF í að viðhalda stöðugleika erfðaefnisins 21.235
Vilhjálmur Svansson, Sigríður Jónsdóttir, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum Verndandi og læknandi ónæmismeðferð gegn sumarexemi í hestum 18.200

Klínískar rannsóknir og lýðheilsa (19%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Berglind Aðalsteinsdóttir, Davíð O. Arnar, Gunnar Þór Gunnarsson Landspítali-háskólasjúkrahús Íslenska ofvaxtarhjartavöðvakvilla verkefnið: Rannsókn á arfberum MYBPC3 landnemastökkbreytingarinnar 18.235
Emily A. Holmes, Andri Steinþór Björnsson Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Lóan: Dregið úr áleitnum endurminningum eftir áföll með stuttu inngripi 19.866
Sigurður Yngvi Kristinsson Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Skimun fyrir Waldenström macroglobulinemia og forstigum þess hjá heilli þjóð 20.417
Yvonne Höller Háskólinn á Akureyri Áhrif umhverfistengdra-, lífeðlisfræðilegra- og hugrænna áhættuþátta á árstíðabundnar lyndissveiflur 22.954

Félagsvísindi og menntavísindi (25%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Árni Gunnar Ásgeirsson, Árni Kristjánsson Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Líkindastýrð sjónræn athygli 20.820
Giti Chandra Háskóli Íslands - Hugvísindasvið Afnýlenduvæðing æðri menntunar í norrænu samhengi: Umbótamiðuð rannsókn á námsefni við Háskóla Íslands 17.773
Hanna Ragnarsdóttir Háskóli Íslands - Menntavísindasvið Tungumálastefna og starfshættir fjölbreyttra fjölskyldna innflytjenda á Íslandi og áhrif þeirra á menntun 20.007
Heiða María Sigurðardóttir Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Kortlagning sjónrænnar hlutaskynjunar: Einstaklingsmunur, raskanir og hæfileikar 21.060
Heiðdís Valdimarsdóttir, Sigríður Björk Þormar Háskólinn í Reykjavík - Sálfræðideild Áhrif COVID-19 faraldursins á andlega líðan viðbragðsaðila í neyðarþjónustu 18.673
Ólafur Rastrick Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið Aðdráttarafl menningararfs og staðartengsl í borgarlandslagi 18.635
Rannveig Sigríður Sigurvinsdóttir, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir Háskólinn í Reykjavík - Sálfræðideild Gagnsemi dómsals í sýndarveruleika til að styðja við þolendur kynferðisofbeldis 20.600
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið Lifað með heilalömun 16.748

Hugvísindi og listir (31%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Beeke Stegmann Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Hringrás pappírs: Framleiðsla, frumnotkun og endurnotkun sautjándu aldar pappírs á Íslandi 16.037
Egill Erlendsson Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Þróun seljabúskapar á Íslandi 800-1800 21.370
James Peter Norton, Finnur Ulf Dellsén Háskóli Íslands - Hugvísindasvið Skilningur á framförum í heimspeki 23.005
Sofiya Zahova Háskóli Íslands - Hugvísindasvið RomIs: Saga og ethnógrafía Rómafólks á Íslandi 21.437

Nýdoktorsstyrkir

Alls barst 51 umsóknir um nýdoktorsstyrki og voru 10 þeirra styrktar eða um 20% umsókna.

Raunvísindi og stærðfræði (25%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Amrita Goswami Raunvísindastofnun Líkön af færslu og kristalkornamyndun í jónalausnum með klippikrafti 11.550
Shane Mark Rooyakkers Raunvísindastofnun Frá umbrotum til eldgosa: Heildstætt mat á aflfræði kvikukerfa með samtengingu bergfræði og jarðeðlisfræði 12.000

Verkfræði og tæknivísindi (40%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Joseph Lovecchio Háskólinn í Reykjavík - Verkfræðideild Þróun á magnbundnum lausnum til að nota X-ray microCT og efnaskiptaferla lífmerki til að greina steinefna myndun í beinsérhæfingu í þrívíðu umhverfi 11.962
Valentina Castiglioni Háskólinn í Reykjavík - Tölvunarfræðideild Forrit í náttúrunni: Óvissa, aðlögunarhæfni og sannprófun 11.765

Náttúru- og umhverfisvísindi (20%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Hildur Magnúsdóttir Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum Þróun og vistfræðilegt samspil sjávarsnigla og sníkjudýra þeirra 11.990

Lífvísindi (20%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Csaba Horváth Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Kynjasértækir bólguferlar og ferlar tengdir frumudauða í hjartadrepi 12.000

Félagsvísindi og menntavísindi (17%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Arnar Már Búason Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið Virði geðheilbrigðis 12.000
Hildur Fjóla Antonsdóttir Háskóli Íslands - Hugvísindasvið Meðferð ásakana um kynferðisofbeldi í einkamálum 11.990

Hugvísindi og listir (13%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Ásgeir Berg Matthíasson Háskóli Íslands - Hugvísindasvið Félagsverkhyggjukenning um sannleika í stærðfræði: wittgensteinísk nálgun 12.000
Yelena Sesselja Helgadóttir Yershova Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Tilbrigði, texti og aðferðafræði við gerð á marktæku úrvali þjóðkvæðatexta með áherslu á íslenskar þulur síðari alda 11.862

Doktorsnemastyrkir

Alls bárust 103 umsóknir um doktorsnemastyrki og voru 23 styrktar eða um 22% umsókna.

Raunvísindi og stærðfræði (18%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Hadi Rezaie Heris Háskólinn í Reykjavík - Iðn- og tæknifræðideild Áhrif lögunar á hljóðeindanúning í kjarna/skeljar örvírum 7.636
Nína Aradóttir Raunvísindastofnun Landmótun og innri bygging jökulrænna landforma á Norðausturlandi: Ummerki eftir forna ísstrauma 7.995

Verkfræði og tæknivísindi (26%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Albert Alonso Villar Háskólinn í Reykjavík - Iðn- og tæknifræðideild Rafvæðing þungaflutninga á Íslandi: Greining á tækifærum og afleiðingum 100% rafvæðingar þungaflutninga á flutningskerfið og dreifikerfið 6.180
Helga Svala Sigurðardóttir Háskólinn í Reykjavík - Tölvunarfræðideild Lærdómsflokkunarkerfi fyrir textanormun 7.791
Jinchao Wang Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Nanóagnir af málmsúlfíðum sem hvatar fyrir afoxun köfnunarefnis í ammoníak við mildar aðstæður 7.995
Leonard Matthias Eberding Háskólinn í Reykjavík - Tölvunarfræðideild Sjálfsskoðandi gervigreind 7.791
Steinþór Steingrímsson Háskólinn í Reykjavík - Tölvunarfræðideild Smíði skilvirkra þjálfunargagna fyrir vélþýðingar 7.791

Náttúru- og umhverfisvísindi (30%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Alessandra Barbara Deborah Schnider Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Sveigjanlegt svipfar hjá hornsílum Myvatns 8.000
Marion Dellinger Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Samþætting vist-, þróunar- og þroskunarfræðilegra þátta rýmisgreindar og persónuleika samsvæða bleikjuafbrigða 7.714
Rosanne Beukeboom Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Samanburður á einstaklingseinkennum sem metin eru á rannsóknarstofu og úti í náttúrunni, og áhrif þeirra á hreyfingu og lífslíkur bleikja 7.714

Lífvísindi (17%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Karen Kristjánsdóttir Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Áhrif sviperfðabreytinga á tjáningu DNA viðgerðagena 7.999

Klínískar rannsóknir og lýðheilsa (13%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Kolfinna Þórisdóttir Háskólinn í Reykjavík - Verkfræðideild Ný greiningarskilmerki kæfisvefns til að spá betur fyrir um æða og taugasjúkdóma 7.785

Félagsvísindi og menntavísindi (23%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Barbara Olga Horyn Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Öryggi ferðamanna á heimskautasvæðum: Hæfni leiðsögumanna og viðbúnaður við neyðarástandi í samfélögum á norðurslóðum 7.995
Edita Tverijonaite Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Náttúruferðamennska í landslagi endurnýjanlegrar orku 3.331
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir Háskólinn á Akureyri Samfélagsleg áhrif og félagslegt taumhald; ungar konur í sjávarþorpum 7.925
Heiður Hrund Jónsdóttir Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið Sjálfsmynd og skólaviðhorf nemenda í tengslum við skuldbindingu þeirra og brotthvarf frá námi: Langtímarannsókn á meðal framhaldsskólanema 7.995
Ingi B. Poulsen Háskólinn í Reykjavík - Lagadeild 1. Loftslagsbreytingar fyrir dómstólum: Mótun og þróun loftslagsvænni viðskiptahátta fyrirtækja með atbeina réttarkerfisins. 7.756
Ingibjörg Jónsdóttir Kolka Háskóli Íslands - Menntavísindasvið Hvernig getur menntun breytt lífssögu fólks? 7.995
Vittorio Orlando Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið Brexit: Málsrannsókn í stjórnmálum eftir sannleikann og upplausn Evrópu 7.995

Hugvísindi og listir (21%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Anthony John Smith Háskóli Íslands - Hugvísindasvið Samkenndarhugtak fyrirbærafræðinnar og geðhjúkrun: Rannsókn á samkennd í umönnun sjúklinga með geðklofa 7.044
Kolbrún Lilja Kolbeinsdóttir Háskóli Íslands - Hugvísindasvið "Er hamingjuríkt líf gulltryggt?": Rannsókn á tvíhyggju hamingju og þjáningar útfrá sjónarhorni karlmanna og kvenna í Forn-Mesópótamíu 7.999
Lea Debora Pokorny Háskóli Íslands - Hugvísindasvið Bókagerð á Íslandi á seinni hluta 14. aldar. Efnisleg rannsókn á handritum og handritagerð í evrópsku samhengi. 7.995
Sylvía Marsibil Bates Háskóli Íslands - Hugvísindasvið Net sem virkar: Uppfinning og þróun flottrollsins 7.950

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur.

Upphæðir geta breyst við samningagerð.

Announcement in English.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica