Úthlutun úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna

10.5.2019

Stjórn Starfslaunasjóðs sjálfstætt starfandi fræðimanna hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2019, en umsóknarfrestur rann út 2. apríl síðastliðinn.

  • Starfslaunasjodur

Alls hlutu 23 sjálfstætt starfandi fræðimenn styrki úr sjóðnum eða um 30% umsókna voru styrktar. Úthlutað var tæplega 44 milljónum í styrki eða tæplega 17% umbeðinnar upphæðar. Starfslaun sjóðsins árið 2019 eru 393.000 kr. á mánuði (um verktakagreiðslur er að ræða).

Alls bárust 76 umsóknir í sjóðinn. Alls var sótt um starfslaun til 660 mánaða eða 259.380 þúsund krónur og 4.636 þúsund krónur í ferðastyrki. Engir ferðastyrkir voru veittir að þessu sinni.

Stjórn mat umsóknir eftir gæðum þeirra og efnistökum: Greiningu á stöðu þekkingar, markmiðs, nýnæmis, frumleika og verkáætlunar. Tekið var tillit til líklegrar birtingar niðurstaðna til gagns fyrir almenning og fræðasamfélag. Stjórn þurfti að hafna mörgum styrkhæfum verkefnum og þeir umsækjendur sem hlutu styrk fengu flestir aðeins hluta af því fjármagni sem sótt var um. Allir umsækjendur fá tölvupóst innan skamms með nánari upplýsingum um styrkveitinguna og styrkhafar munu þá einnig fá sendan samning.

Hér að neðan er listi yfir styrkþega. Athugið að listinn er birtur með fyrirvara um villur.

Nafn umsækjanda Heiti verkefnis

Veitt

mán.

Astrid Blanche Narcissa Lelarge Þáttur íslenskra verkfræðinga í borgarskipulagi Reykjavíkur á fyrri hluta 20. aldar. 3
Auður Aðalsteinsdóttir Náttúra, hamfarir og tráma í íslenskum samtímabókmenntum. 3
Árni Daníel Júlíusson Smábýli á miðöldum Skráning, túlkun og rannsóknir. 3
Ásta Kristín Benediktsdóttir Hinsegin bókmenntir og hinsegin fræði á 21. öld. 6
Bjarki Bjarnason Tónlist á Íslandi frá torfkofum til tölvualdar. 6
Guðmundur Björn Þorbjörnsson Guðs er saknað: Kirkjan eftir dauða Guðs. 6
Guðmundur Magnússon Saga séra Friðriks. 6
Gunnar Þorri Pétursson Bakhtínskí búmm: Um ris og fall Míkhaíls Bakhtíns í fræðilegri umræðu á Íslandi. 3
Gunnar Þór Bjarnason Spænska veikin og íslenskt samfélag 1918-1919. 9
Hafdís Erla Hafsteinsdóttir Landnám kynjasögunnar. 3
Hjörleifur Hjartarson Hestar - bók fyrir almenning um íslenska hestinn. 6
Iðunn Vignisdóttir Saga Kvennaskólans á Blönduósi 1879-1978. 3
Íris Ellenberger Franskir sjómenn og mótun samfélags og menningar í Reykjavík 1890–1914. 9
Katrín Gunnarsdóttir Hreyfanlegt vinnuafl: Tvær fræðigreinar um sviðslistir og hagfræði. 3
Kjartan Már Ómarsson Fyrra kvikmyndavorið: Íslenskar frásagnarkvikmyndir 1949-1957. 6
Magnús Hauksson Útgáfa á Guðmundar sögu biskups C. 6
Marteinn Sindri Jónsson Staða þekkingar: Tilgátuhönnun (speculative design), gagnrýnin hönnun (critical design), frásagnarhönnun (narrative design) og rannsóknarhönnun (research design) 3
Nanna Hlín Halldórsdóttir Berskjöldun og framtíð vinnu. 6
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Lífæðin við Ísafjarðardjúp. Saga Djúpbátanna 1893-2000. 3
Rósa Guðrún Eggertsdóttir Hið ljúfa læsi. Handbók fyrir kennara og kennaranema um læsiskennslu. 3
Svanhildur Kr Sverrisdóttir Gæðanámsefni og notkun þess: Hvað einkennir námsefni sem fellur að hugmyndum um nám í samræmi við hæfni 21. aldar? 6
Unnur Guðrún Óttarsdóttir Minnisteikning í ljósi listmeðferðar. 6
Þórunn Jarla Valdimarsdóttir Morðsaga Natans Ketilssonar. Síðasta aftaka á Íslandi. 3
Alls mánuðir 111
Þetta vefsvæði byggir á Eplica