Úthlutun úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna

29.5.2020

Stjórn Starfslaunasjóðs sjálfstætt starfandi fræðimanna hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2020, en umsóknarfrestur rann út 2. apríl sl.

  • Starfslaunasjodur

Veittir voru 15 styrkir úr sjóðnum að þessu sinni, um 18% umsókna voru styrktar. Til úthutunar voru 48 milljónir. Starfslaun sjóðsins árið 2020 eru 405.000 kr. á mánuði (um verktakagreiðslur er að ræða).
Alls bárust 82 umsóknir í sjóðinn. Sótt var um starfslaun til 612 mánaða eða um 248 milljónir.
Stjórn mat umsóknir eftir gæðum þeirra og efnistökum: Greiningu á stöðu þekkingar, markmiðs, nýnæmis, frumleika og verkáætlunar. Tekið var tillit til líklegrar birtingar niðurstaðna til gagns fyrir almenning og fræðasamfélag. Stjórn þurfti að hafna mörgum styrkhæfum verkefnum.
Allir umsækjendur fá svar innan skamms og styrkhafar munu þá einnig fá sendan samning.
Hér að neðan er listi yfir styrkþega. Athugið að listinn er birtur með fyrirvara um villur.

Umsækjandi Heiti verkefnis Mánuðir
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir Einmana – bók um verðmæti 9
Arndís Þórarinsdóttir Á flækingi um fortíðina: Fjölskyldubók um handritaarfinn 6
Árni Heimir Ingólfsson Páll Ísólfsson, ævisaga. Organisti, tónskáld, brautryðjandi í íslensku tónlistarlífi 6
Árni Hjartarson Gvendarbrunnar og helgar lindir og heilsubrunnar á Íslandi 3
Clarence Edvin Glad Ævisaga Sveinbjarnar Egilssonar (1791-1852) 9
Eiríkur Smári Sigurðarson Velsæld og mannleg geta: Aristótelískur skilningur á nútímanum 6
Erla Dóris Halldórsdóttir Mislingar meðal fullorðinna á Íslandi 1846-1966 12
Guðrún Ingólfsdóttir Sjálfsmynd 19. Aldar skáldkvenna og glíman við hefðina 6
Guðrún Steinþórsdóttir Ímyndunaraflið 9
Ingunn Ásdísardóttir Blíðir jötnar og stríðir. Eðli og hlutverk jötna í norrænum goðheimi 12
Kristín Svava Tómasdóttir Farsótt. Sýkingar, sóttir og lækningar í Þingholtsstræti 25 12
Sigríður Matthíasdóttir Verslunarkona af guðs náð. Pálína Waage, athafnakona í kynjasögulegu samhengi 12
Sigrún Pálsdóttir Ég skrifa 3
Þórunn Jarla Valdimarsdóttir Morðsaga Natans Ketilssonar. Síðasta aftaka á Íslandi 3
Unnur Guðrún Óttarsdóttir Í verkefninu verður rituð og gefin út bókin Minnisteikning í ljósi listmeðferðar sem fjallar um hvernig nýta má teikningar sem minnistækni og til tilfinningaúrvinnslu 9
     
  Alls 117
Þetta vefsvæði byggir á Eplica