Vel heppnaður fræðslufundur með Gill Wells
Félag rannsóknastjóra á Íslandi og Rannís héldu fræðslufund þann 5. september sl. með Gill Wells yfirmanni Evrópu- og stefnumótunarskrifstofu Rannsóknaþjónustu Oxford-háskóla. Var fundurinn haldinn í höfuðstövum MATÍS, að Vínlandsleið 12.
Á fundinum var farið yfir hvernig á að undirbúa umsókn um einstaklingsstyrki (Getting started and applying for a MSCA IF) í Marie Sklodovska Curie. Einnig var haldin ERC vinnustofa fyrir vísindamenn sem hafa áhuga á að sækja um styrki Evrópska rannsóknaráðsins (ERC) og þá sem aðstoða við slíkar umsóknir. Að lokum var farið í rannsóknaáhrif og hagnýtingu (Impact and Commercialisation).
Glærur frá fundinum
- Marie Sklodovska Curie – hvernig á að undirbúa umsókn um einstaklingsstyrki („Getting started and applying for a MSCA IF“). Fyrir nýdoktora og aðra sem hafa áhuga á Marie Curie einstaklingsstyrkjum. Sækja kynningu
- ERC vinnustofa fyrir vísindamenn sem hafa áhuga á að sækja um styrki Evrópska rannsóknaráðsins (ERC) og þá sem aðstoða við umsóknir. Sækja kynningu
- Rannsóknaáhrif og hagnýting („Impact and Commercialisation“) – á við allar umsóknir. Sækja kynningu