Vinnuáætlunum Horizon 2020 fyrir árin 2018-2020 hefur formlega verið hleypt af stokkunum

27.10.2017

Vinnuáætlunum Horizon 2020 fyrir árin 2018-2020 var formlega hleypt af stokkunum í dag og er áætlað að um 30 milljörðum evra verði útdeilt til rannsókna og nýsköpunar síðustu þrjú starfsár áætlunarinnar.

  • Horizon 2020 lógó

Þar af munu 2,7 milljarðar renna til styrkja í gegnum nýtt Evrópskt Nýsköpunarráð (European Innovation Council). Að auki verður lögð sérstök áhersla á aukið samstarf við lönd utan Evrópu með sk. flaggskipsverkefnum þar sem alþjóðarannsóknarsamfélagið mun vinna nánar saman. Hægt er að nálgast allar upplýsingar á heimasíðu Horizon 2020 eða hafa samband við landstengiliði hjá Rannís.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica