Vorfundur Tækniþróunarsjóðs 2017

24.5.2017

Vorfundur Tækniþróunarsjóðs 2017 fer fram á Kex Hostel þriðjudaginn 6. júní kl. 15-18

  • Tækniþróunarsjóður

Nú uppskerum við!

Ávarp Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar

Úthlutun Hrund Gunnsteinsdóttir, formaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs, býður nýja styrkþega velkomna til samstarfs

Nýsköpunarlandið Ísland - Pallborðsumræður Fulltrúar Íslands í MIT REAP hraðlinum deila framvindu verkefnisins til þessa og svara spurningum úr sal. MIT REAP verkefnið miðar að því að gera Ísland að alþjóðlega samkeppnishæfu nýsköpunarlandi. Hrund Gunnsteinsdóttir stýrir umræðum.

Fundarstjóri er Sigurður Björnsson, sviðsstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís

Léttar veitingar og ljúfir tónar í lok fundar

Vinsamlegast skráið þátttöku

MIT REAP hópinn í panel skipa: Ari Kristinn Jónsson, rektor HR og teymisstjóri íslenska hópsins, Ragnheiður Magnúsdóttir, formaður tækninefndar hjá Vísinda- og tækniráði, Ragnhildur Helgadóttir, formaður vísindanefndar hjá Vísinda- og tækniráði, Sveinn Þorgrímsson, sérfræðingur hjá atvinnuvegaráðuneytinu, Helga Valfells, fjárfestir Crowberry Capital, Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, ritstjóri Northstack og Oddur Sturluson, hjá Icelandic Startups. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica