Aðgangur að rannsóknastofu í nanólíftækni

6.2.2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um aðgang að rannsóknastofu á sviði nanólíftækni hjá JRC (Joint Research Centre) sem fellur undir Horizon 2020. Frestur til að skila inn umsóknum um dvöl við rannsóknastofuna er til 16. mars 2020.

Á vegum JRC (Joint Research Centre) er nú hægt að sækja um aðgang að rannsóknastofu á sviði nanólíftækni og getur vísindafólk í háskólum, stofnunum og fyrirtækjum á Íslandi sótt um. Sérstök áhersla er lögð á að ná til vísindafólks í löndum sem ekki eru aðildarríki ESB en taka fullan þátt í Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB. 

Umsóknarfrestur er til 16. mars 2020. Þátttakendur fá greitt fyrir ferðir og uppihald meðan á dvöl þeirra stendur. 

Sækja um aðgang

Rannsóknarstofan er búin nýjustu tækni og hönnuð til að efla þverfaglegar rannsóknir innan nanólíftækni. Tilgangurinn með því að opna aðgang að rannsóknarstofunni er fyrst og fremst að þjálfa og efla vísindamenn jafnt frá háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum sem stunda rannsóknir á þessu sviði. 

Þeir sem vilja sækja um er hvattir til að hafa samband við Nanobiotechnology Laboratory at JRC-OPEN-NANOBIOTECH@ec.europa.eu









Þetta vefsvæði byggir á Eplica