Aukið fylgi almennings við listamannalaun

27.2.2020

Meiri­hluti lands­manna er fylgj­andi því að ríkið greiði lista­mönn­um starfs­laun og hef­ur stuðning­ur við laun­in farið úr 39% í 58% á und­an­förn­um ára­tug. Það er niðurstaða könnunar sem MMR gerði fyr­ir Launa­sjóð lista­manna í janúar sl. Fylgið hefur aldrei verið meira frá því afstaða fólks til listamannalauna var fyrst mæld, árið 2010.

Samkvæmt könnun MMR í janúar sl. eru 58% landsmanna fylgjandi listamannalaunum. Er þetta í fjórða skiptið sem MMR kannar hug almennings á listamannalaunum, en það var fyrst gert árið 2010, svo 2013, 2016, og nú 2020. Svarendur voru samtals 1018 sem valdir voru handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Spurt var: “Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að ríkið greiði listamannalaun?” Voru 58% fylgjandi en 42% andvíg. Þetta er viðsnúningur á fylgi frá árinu 2010, þegar 39% studdu listamannalaun en 61% voru á móti. Stuðningur hefur aukist jafnt og þétt á tíma könnunarinnar en hann var 46% árið 2013 og 53% árið 2016.

Sterk fylgni er milli mennt­un­ar og já­kvæðrar af­stöðu til lista­manna­launa. 44% svar­enda með grunn­skóla­próf eru fylgj­andi laun­un­um, 54% þeirra sem lokið hafa fram­halds­skóla­námi og 73% þeirra sem lokið hafa há­skóla­námi. 

Samantekt um niðurstöðu könnunarinnar.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica