Ferðastyrkir á Arctic Frontiers ráðstefnuna

6.12.2019

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um ferðastyrki til að sækja Arctic Frontiers ráðstefnuna sem haldin verður í Tromsö 26.-30. janúar 2020. Styrkirnir eru veittir úr Arctic Research and Studies samstarfssjóði Íslands og Noregs á sviði Norðurslóðafræða.

  • Tromsö að vetri

Í boði eru fimm styrkir til rannsakenda og sérfræðinga á Íslandi um málefni norðurslóða til þátttöku á Arctic Frontiers ráðstefnunni. Styrkirnir ná yfir ferðakostnað, ráðstefnugjöld og gistikostnað í Tromsö. Hver styrkur getur að hámarki numið 2.035 evrum gegn kvittunum fyrir ofangreindum kostnaði. 

Markmið ferðastyrkjanna er í samræmi við tilgang Arctic Research and Studies og eru umsækjendur um ferðastyrki á Arctic Frontiers hvattir til að kynna sér auglýsta sóknarstyrki vegna undirbúningsvinnu við gerð umsókna í alþjóðlega samkeppnissjóði.

Sækja um ferðastyrk

Upplýsingar um styrkina veitir Egill Þór Níelsson.

Umsóknarfrestur ferðastyrkja á Arctic Frontiers ráðstefnuna er til og með 16. desember 2019.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica