Forauglýsing: Kallað er eftir umsóknum í samnorræna verkefnið "Personalised Medicine"

20.2.2018

Tækniþróunarsjóður hefur ákveðið að taka þátt í samnorræna verkefninu Personalised Medicine, sem er þverfaglegt starf á heilbrigðissviði.

Gera má ráð fyrir að á þessu sviði verði mikil nýsköpun á á komandi árum. Norrænir sjóðir ásamt Nordforsk hafa skuldbundið fjármagn að upphæð um 15 millj. evra í verkefnið.

Birt hefur verið forauglýsing (pre-announcement) þar sem kallað er eftir þátttöku í verkefninu, en gert er ráð fyrir að endanleg gögn varðandi umsóknarfrestinn verði aðgengileg fyrir lok mars 2018. Reglur Tækniþróunarsjóðs verða lagðar til grundvallar fyrir íslenska umsækjendur.

Nánari upplýsingar veitir Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica