Góður árangur Íslands í NordForsk áætlun er snýr að velferð barna og ungmenna á Norðurlöndum eftir heimsfaraldur

1.6.2023

Í kallinu Velferð barna og ungmenna á Norðurlöndum eftir heimsfaraldur var áhersla á menntun, vellíðan, geðheilbrigði og lífskjör barna og ungmenna.

Markmiðið var meðal annars að styðja við rannsóknir sem auka þekkingu á hvernig hægt er að milda áhrif heimsfaraldursins á velferð barna og ungmenna. 
Alls bárust 63 gildar umsóknir og voru átta verkefni samþykkt með þátttöku frá öllum Norðurlöndunum. Heildarupphæðin er um 87 milljónir norskar krónur til þessara verkefna.  Af þessum átta verkefnum tekur Ísland þátt í sex þeirra og er það einstaklega gott árangurshlutfall. Alls falla því íslensku vísindasamfélagi í skaut rúmar 11 milljónir norskra króna í þessum sex verkefnum. 

Verkefnin sem voru styrkt eru: 

Frétt á vef NordForsk
LinkedIn síða NordForsk









Þetta vefsvæði byggir á Eplica