Kynning á EURAXESS samstarfs­netinu og rannsókna­umhverfinu í Kína

6.10.2017

Föstudaginn 13. október nk. verður haldin kynning á EURAXESS samstarfsnetinu. Farið verður yfir skipulag og þjónustu Euraxess á Íslandi og þann stuðning sem veittur er rannsakendum sem hafa áhuga á að starfa í öðru landi. 

Kynningin verður haldin að Borgartúni 30, í fundarsal á 6. hæð, kl. 9:15-11:30

EURAXESS er evrópskt samstarfsnet sem nær til rúmlega 200 stofnana í 40 löndum og miðar að því að auðvelda og örva hreyfanleika rannsakenda innan Evrópu. EURAXESS er enn fremur mikilvægt tengslanet fyrir stofnanir sem vilja auka samvinnu á sviði mannauðsmála, auglýsa störf innan Evrópu eða afla upplýsinga um styrki.

Á fundinum mun fulltrúi EURAXESS í Kína kynna hvernig samstarfsnetið getur veitt aðstoð við flutning til og frá Evrópu, um leið og farið verður sérstaklega yfir rannsóknarumhverfið í Kína.

Á heimasíðu EURAXESS er hægt að finna frekari upplýsingar um samstarfsnetið og þá þjónustu sem þar stendur til boða. Þjónustan er ókeypis.

Vinsamlegast skráið þátttöku

Dagskrá

  • 09:15 Kaffi og skráning
  • 09:25 Euraxess á Íslandi, Kristmundur Þór Ólafsson, sérfræðingur hjá Rannís
    Sækja kynningu
  • 09:55 Euraxess á alþjóðavísu, Halldór Berg Harðarson, fulltrúi Euraxess í Kína
    Sækja kynningu
  • 10:35 Euraxess og rannsóknaumhverfið í Kína, Halldór Berg Harðarson, fulltrúi Euraxess í Kína
  • 11:15 Spurningar og svör








Þetta vefsvæði byggir á Eplica