Leiklistarráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa 2020-2021

24.4.2020

Samkvæmt þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingaátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru verður styrkjum veitt til átaksverkefna á sviði lista og menningar fyrir almenning. 

  • Atvinnuleikhopar_april2020

Alls verða 99 milljónum króna veitt til atvinnuleikhópa. 

Skilyrði fyrir styrkveitingu eru:

  • Verkefnið hefjist eigi síðar en 1. september 2020 og verði lokið fyrir 1. apríl 2021.
  • Átaksverkefni styðji við fjölbreytta starfsemi á sviði lista og menningar með áherslu á sköpun og virka þátttöku listamanna í menningarlífi landsmanna.
  • Verkefnið uppfylli grunnmarkmið fjárfestingarátaksins um að styðja við eftirspurn og atvinnu til skamms tíma með arðbærum verkefnum.
  • Sýnt skal fram á gildi verkefnis og mikilvægi þess fyrir landsmenn.
  • Styrkveiting er til undirbúnings, þróunar og framkvæmd verkefnis.
  • Ítarlegar upplýsingar skal leggja fram um verkefnið auk tímaáætlunar.
  • Ekki eru veittir styrkir til einstaklinga sem njóta listamannalauna í 6 mánuði eða meira árið 2020.

Umsóknarfrestur er til 8. maí 2020 til kl. 16.

Aðgangur að umsóknarkerfi Rannís ásamt lögum og reglum er að finna á vef sjóðsins. Nota þarf rafræn skilríki við umsóknina. Eingöngu verður tekið við rafrænum fylgigögnum.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica