Málstofa um ferskvatn á Arctic Circle

15.10.2015

Málstofan „Arctic Freshwater Resource Dynamics and Socio-environmental Challenges under a Changing Climate” verður haldin laugardaginn 17. október nk. kl. 15:30-17:00 á alþjóðlegu ráðstefnunni Arctic Circle 2015 sem fram fer í Hörpu, Reykjavík.

Skipuleggjendur eru: Western Kentucky University, Háskólinn á Akureyri, Norðurslóðanet Íslands, Veðurstofa Íslands, Veiðimálastofnun og Rannsóknamiðstöð Íslands.

Ferskvatn er viðkvæm og takmörkuð auðlind, ekki síst á norðurslóðum þar sem áhrifa loftslags er farið að gæta, meðal annars í bráðnun jökla, auknum flóðum og breytingum á efnafræðilegum eiginleikum sjávar  vegna aukins rennslis ferskvatns. Að auki hefur þetta ferli áhrif í öðrum heimshlutum, svo sem við Karabíahafsvæðið í formi þurrka, storma og útbreiðslu sjúkdóma tengdum vatni. Á mörgum svæðum er óvíst hvaða áhrif síbreytilegar aðstæður á vatnasvæðum til langs tíma munu hafa á vistkerfin. Þörf er á umræðu um þau áhrif sem breytingar á ferskvatni hafa á norðurslóðir til að draga fram þau spursmál og þá hagsmunaaðila sem þörf er á til að leita viðeigandi lausna.

Á málstofunni verður fjallað um ferskvatn og áhrif þess á fjölmarga þætti mannlífs á jörðu og þörfina á samskiptum milli hagsmunaaðila í samfélagslegu og stjórnmálalegu samhengi.

Dagfinnur Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri Arctic Circle mun halda opnunarerindi á málstofunni og Embla Eir Oddsdóttir forstöðumaður Norðurslóðanets Íslands mun stjórna fundi. Fyrirlesara eru: Jason Polk, Assistant Professor, Department of Geography and Geology, Western Kentucky University; Þorsteinn Þorsteinsson, jöklafræðingur, Veðurstofu Íslands; Jón Ólafsson, sérfræðingur, Veiðimálastofnun; Steingrímur Jónsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur við Hafrannsóknastofnun og Leslie North, Assistant Professor, Department of Geography and Geology, Western Kentucky University. Bernie Strenecky, Scholar in Residence at Western Kentucky University in Bowling Green, Kentucky mun svo loka málstofunni.

Nánari upplýsingar um erindin og fyrirlesara









Þetta vefsvæði byggir á Eplica