Horizon 2020 og Félag rannsóknastjóra á Íslandi standa fyrir námskeiðum í mars

16.2.2018

Dagana 6. og 7. mars stendur Horizon 2020, í samstarfi við Félag rannsóknastjóra á Íslandi, fyrir tveimur námskeiðum. Annars vegar námskeiði um fjármál og uppgjörsreglur, eitt fyrir byrjendur og annað fyrir lengra komna, og hins vegar námskeiði í gerð samstarfssamninga (Consortium Agreements).

Staðsetning: Rannís, Borgartúni 30, 3ju hæð.

Dagsetning og tími: 

6. mars kl. 10:00-12:00. Námskeið um fjármál og uppgjörsreglur fyrir byrjendur; fyrir fólk með litla reynslu af því að reka verkefni í Horizon 2020.

6. mars. kl. 13:30-15:30. Námskeið í gerð samstarfssamninga (Consortium Agreements); ætlað þeim sem eru að undirbúa
þátttöku í Horizon 2020.

7. mars kl. 10:00-12:00.  Námskeið um fjármál og uppgjörsreglur fyrir lengra komna; fyrir þá sem þekkja reglur Horizon 2020 og  hafa reynslu af því að reka verkefni.

Hámarksfjöldi á hvert námskeið er 20 manns, þannig að aðeins er hægt að tryggja pláss fyrir þá 20 fyrstu sem skrá sig. Sendur verður út staðfestingarpóstur um pláss á námskeiðunum.

Leiðbeinandi er Poul Petersen, sérfræðingur hjá Háskólanum í Kaupmannahöfn og landstengiliður fyrir fjármál og uppgjör í Horizon 2020.

Skrá þátttöku

Horizon 2020 lógó









Þetta vefsvæði byggir á Eplica