Skýrsla Ríkisendurskoðunar: Rannsóknarframlög til háskóla

16.4.2012

Ríkiendurskoðun telur að auka þurfi gagnsæi rannsóknarframlaga til háskóla og eftirlit með nýtingu þeirra.

Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er fjallað um fjárveitingar ríkisins til rannsókna í háskólum og lagðar til ýmsar úrbætur á fyrirkomulagi, utanumhaldi og eftirliti með nýtingu þeirra. Fram kemur að erfitt sé að tilgreina nákvæmlega hversu miklu fé ríkið veitir háskólum árlega til rannsókna þar sem opinber fjármögnun málaflokksins sé í senn flókin og ógagnsæ. Þá veiti bókhald skólanna takmarkaða vitneskju um útgjöld þeirra til rannsókna. Þó megi ætla að heildarframlög ríkisins til "rannsókna og annars" hafi numið nálægt 5,9 milljörðum árið 2010. Þar af hafi bein framlög numið um 4,5 milljörðum. Að mati Ríkisendurskoðunar er mikilvægt að framlög til rannsókna verði betur skilgreind en nú er í fjárlögum til að auka gagnsæi þeirra. Þá sé eðlilegt að háskólum verði gert að halda sérstaklega utan um hvernig þeir nýta þetta fé.

Sjá nánar um málið á heimasíðu Ríkisendurskoðunar









Þetta vefsvæði byggir á Eplica