Styrkir til atvinnuleikhópa

24.8.2014

Leiklistarráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa á árinu 2015. Veittir eru styrkir til einstakra verkefna eða gerðir starfssamningar til lengri tíma.

Umsóknarfrestur er til 7. október 2014 kl. 17:00. Umsóknum skal skilað rafrænt í umsóknarkerfi Rannís.

Leiklistarráð gerir tillögu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins um úthlutun fjár sem veitt er í fjárlögum til stuðnings atvinnuleikhópum, sbr. leiklistarlög nr. 138/1998.

Áherslusvið sem njóta forgangs við þessa úthlutun, sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 1299/2013, eru verk sem takast á við íslenskan samtíma.


Nánari upplýsingar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica