Ný skýrsla OECD um markaðssamkeppni og efnahagskerfið á Íslandi
Út er komin skýrslan Product market competition and economic performance in Iceland. Í henni er fjallað um núverandi samkeppni á íslenskum markaði, þ.m.t. ríkjandi lög og reglur og gerðar eru tillögur að úrbótum. Höfundarnir fjalla um ýmsan vanda sem Íslendingar glíma við sem að miklu leyti verður til vegna smæðar markaðarins.
Meðal þess sem fjallað er um, er stefna Íslendinga í fjarskipta- og orkumálum, sem og stefna okkar þegar kemur að fjárfestingum erlendra aðila á Íslandi.