Opnað hefur verið fyrir umsóknir um norræna sóknarstyrki í öryggisáætlun Horizon 2020

22.1.2016

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um norræna sóknarstyrki í öryggisáætlun Horizon 2020 . Umsóknarfrestur er til 11. mars 2016. Styrkirnir falla undir  norræna rannsóknaráætlun umsamfélagslegt öryggi.

Þeir eru veittir til þess að stuðla að aukinni samvinnu og þátttöku norrænna aðila í öryggisáætlun Horizon 2020 með því að hjálpa norrænum aðilum að takast á við þann kostnað og vinnu sem fylgir því að búa til umsókn í áætlunina.  

Athygli er vakin á því að um for-umsóknir eru að ræða í þessu tilfelli en ekki fullar umsóknir og er umsóknareyðublaðið mun einfaldara fyrir vikið.

Styrkjaupphæð: 100.000 norskar krónur á hvert verkefni.

Lágmarksþátttaka: Að hverri umsókn verða að standa a.m.k. tveir norrænir aðilar og einn aðili utan Norðurlanda.

Nánari upplýsingar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica