Rannsókna- og nýsköpunarsvið Rannís heldur kynningarfund á Akureyri

15.5.2017

Rannsókna- og nýsköpunarsvið Rannís boðar til fundar 16. maí n.k. kl. 13:00 í stofu M201 Háskólanum á Akureyri um styrki til rannsókna og nýsköpunar.

Dagskrá:

  • Rannsóknasjóður m.t.t. umsóknarfrests 15. júní n.k. Farið yfir umsóknarferlið og verða sérfræðingar til viðtals fyrir þá sem þess óska.
  • Tækniþróunarsjóður og Endurgreiðsla rannsókna og þróunar – og aðrir smærri sjóðir.
  • Yfirlit yfir umsóknir og styrki eftir landshlutum.

Gera má ráð fyrir að umræða um Rannsóknasjóð taki fyrstu tvö til þrjú korterin. Að öðru leyti mun fundurinn fjalla um stærstu stuðningssjóði nýsköpunar og loks almennt um þátt landsbyggðarinnar.

Léttar veitingar í boði.

Sérfræðingar Rannsóknasjóðs, Ása G. Kristjánsdóttir og Ægir Þór Þórsson , verða til viðtals í tengslum við umsóknarfrest þann 15. júní n.k. – hægt er að bóka viðtöl fyrir fram eða á staðnum. Sigurður Björnsson , sviðsstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs stýrir fundi.

 

 

 

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica