Styrkir til starfsnáms í Svíþjóð

10.9.2015

Rannís auglýsir styrki til starfsnáms í Svíþjóð sem sænska ríkið fjármagnar. Umsóknarfrestur er til 30. október 2015.

  • Swedish-flag

Styrkir verða veitir til eftirfarandi þátta:

  • til framhaldsmenntunar eftir lokapróf í verknámsskóla eða sambærilega menntun
  • til undirbúnings kennslu í verknámsskólum eða framhaldsnáms verknámsskólakennara
  • til ýmiss konar starfsmenntunar sem ekki er í boði á Íslandi

Styrkuppæð nemur 30.000-40.000 sænskum krónum, eða um hálfri milljón íslenskra króna.

Umsóknarfrestur er til 30. október og skal umsóknum skilað á sérstöku umsóknareyðublaði sem finna má hér.

Nánari upplýsingar veitir Dóra Stefánsdóttir í netfanginu dora.stefansdottir@rannis.is og í síma 515 5834

Þetta vefsvæði byggir á Eplica