Umsóknarfrestir í Tækniþróunarsjóði

24.6.2016

Í samræmi við stefnumótun Tækniþróunarsjóðs er nú boðið upp á nýja styrkjaflokka sem taka við af eldri styrkjaflokkum sjóðsins. Markmið nýrra styrkjaflokka er að veita frumkvöðlum og fyrirtækjum aukin tækifæri til að sækja stuðning til sjóðsins á mismunandi stigum rannsókna- og þróunarverkefna í nýsköpunarkeðjunni.  

  • Merki Tækniþróunarsjóðs

 

Styrkjaflokkar sjóðsins árið 2016 eru:

  • Hagnýt rannsóknaverkefni
  • Fyrirtækjastyrkur – Fræ
  • Fyrirtækjastyrkur – Sproti
  • Fyrirtækjastyrkur – Vöxtur
  • Fyrirtækjastyrkur – Sprettur
  • Markaðsstyrkur
  • Einkaleyfisstyrkir

 

Sjóðurinn hefur nú þegar auglýst eftir umsóknum í tvo nýja styrkjaflokka, Hagnýt rannsóknarverkefni og Fyrirtækjastyrk - Fræ. Í styrkjaflokknum Hagnýt rannsóknarverkefni var umsóknarfrestur 15. febrúar síðastliðinn og í Fræ 4. apríl. Báðir þessir flokkar verða í boði einu sinni á ári og er næsti umsóknarfrestur 2017 í þessum flokkum.

Umsóknarfrestir haust 2016:

Styrkjaflokkur Umsóknarfrestur
Fyrirtækjastyrkur - Sproti 15. september 2016
Fyrirtækjastyrkur - Vöxtur 15. september 2016
Fyrirtækjastyrkur - Sprettur 15. september 2016
Markaðsstyrkur 15. september 2016
Einkaleyfisstyrkir Alltaf opið

 

Áætlaðir umsóknarfrestir vor 2017:

Styrkjaflokkur Umsóknarfrestur
Hagnýt rannsóknaverkefni 25. janúar 2017
Fyrirtækjastyrkur - Sproti 15. febrúar 2017
Fyrirtækjastyrkur - Vöxtur 15. febrúar 2017
Fyrirtækjastyrkur - Sprettur 15. febrúar 2017
Markaðsstyrkur 15. febrúar 2017
Fyrirtækjastyrkur - Fræ 3. apríl 2017
Einkaleyfisstyrkir Alltaf opið

 

Leiðbeiningar og eyðublöð um styrkjaflokka eru að jafnaði birtir sex vikum fyrir umsóknarfrest en stutt yfirlit yfir nýja flokka má sjá á vefsíðu Rannís. Sjóðurinn áskilur sér rétt til breytingar á þessari áætlun. 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica