Tengslaráðstefna á vegum Uppbyggingarsjóðs EES

17.12.2018

Ný heilbrigðisáætlun Uppbyggingasjóðs EES í Tékklandi opnar í byrjun árs 2019. Af því tilefni standa tékknesk yfirvöld að tengslaráðstefnu í Prag 16. janúar nk. til að leiða saman mögulega samstarfsaðila frá Noregi, Íslandi og Liechtenstein til að hitta fyrirtæki og stofnanir í Tékklandi. Ferðastyrkir eru í boði fyrir íslenska þátttakendur.

  • Merki fyrir EES styrki

Markmið ráðstefnunnar er að tengja saman mögulega umsækjendur frá Tékklandi og frá styrklöndunum þremur, Íslandi, Noregi og Liectenstein, til að skiptast á um hugmyndum um möguleg samstarfsverkefni. Hér er tengill í nánari upplýsingar um áætlunina.

Ráðstefnan verður haldin í Prag, miðvikudaginn 16. janúar 2019. Áhugasamir geta hér kynnt sér boðsbréf með nánari upplýsingum og sótt skráningarform sem fylla þarf út og senda til lenka.slitrova@mfcr.cz eigi síðar en 20. des. nk.

Sérstaklega er leitast eftir þátttöku frá aðilum í heilbrigðisgeiranum sem tengjast undirmarkmiðum áætlunarinnar. Þátttaka er aðilum að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá sig sérstaklega.

Vakin er athygli á því að hægt er að óska eftir að skipuleggjendur viðburðarins greiði ferðakostnað og gistingu með því skilyrði að þeir sjái um bókun ferðar. 

Upplýsingar um viðburðinn má finna hér. Frekari upplýsingar um tengslaráðstefnuna og styrkjaáætlunina veitir lenka.slitrova@mfcr.cz

Þetta vefsvæði byggir á Eplica