Vinnuáætlanir Horizon 2020 fyrir 2016-2017 gefnar út

11.9.2015

Framkvæmdastjórn ESB hefur gefið út fyrstu útgáfur nýrra vinnuáætlana fyrir 2016-2017 fyrir undiráætlanir Horizon 2020.

  • Horizon-2020-logo-2

Vinnuáætlanirnar ( Work Programmes 2016-2017 ) eru að þessu sinni gefnar út snemma sem uppkast (pre-publication) til að væntanlegir þátttakendur geti hafið undirbúning verkefna, og munu þær birtast hver af annarri eftir því sem þær verða tilbúnar. Vísindafólk, sem hyggur á alþjóðlegt rannsóknasamstarf, er hvatt til að kynna sér efni og innhald vinnuáætlana sinna fræðasviða. Athugið að enn geta orðið einhverjar breytingar þar til endanlegar útgáfur birtast.

Hægt er að nálgast þær á heimasíðu Horizon 2020 hér. Einnig má hafa samband við íslenska landstengiliði (National Contact Points) viðkomandi undiráætlana hjá Rannís, ef einhverjar spurningar vakna.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica