Fréttir: september 2016

Mynd af verðlaunahöfum

29.9.2016 : 13 verkefni hljóta gæðamerki eTwinning

Verkefni sem ætlað er að vekja skapandi virkni barna og næmi fyrir þörfum annarra verðlaunað sérstaklega.

Lesa meira

27.9.2016 : 154 milljónir króna í skapandi skólastarf

Forsvarsmenn nýrra Erasmus+ samstarfsverkefna í leik-, grunn- og framhaldsskólum skrifuðu í dag undir samninga við Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi. 

Lesa meira

27.9.2016 : Styrkir úr Tónlistarsjóði 2017

Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum úr Tónlistarsjóði til verkefna sem efnt verður til á tímabilinu 1. janúar til 1. júlí 2017.

Lesa meira

27.9.2016 : Námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa og alþjóðafulltrúa háskóla og framhaldsskóla

18. október kl. 12.30-15.30, í sal Samiðnar, Borgartúni 30, 6. hæð. Boðið verður upp á léttan hádegisverð og kaffi.

Lesa meira

23.9.2016 : Europa Nostra menningarverðlaun ESB – frestur til að sækja um fyrir verkefni er 1. október 2016

Arkitektar, handverksfólk, sérfræðingar á sviði menningararfleifðar, fagfólk, sjálfboðaliðar, stofnanir, og sveitarfélög! Nú er tækifæri til að vinna þessi mikilsvirtu verðlaun! Árið 2016 var Minjavernd á meðal vinningshafa og vann til verðlauna fyrir endurbyggingu Franska spítalans á Fáskrúðsfirði.

Lesa meira

22.9.2016 : Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði vegna þriðju úthlutunar 2016

Umsóknarfrestur er til 17. október kl. 17:00 og skal skila umsóknum á rafrænu formi.

Lesa meira

20.9.2016 : Tengslaráðstefna fyrir Erasmus+ skólaverkefni og samstarf skóla í Dublin á Írlandi

Landskrifstofa Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu fyrir skóla á grunn- og framhaldsskólastigi sem ber heitið „School Education: First steps to Erasmus+ and Partner Finding“. Ráðstefnan verður haldin í Dublin á Írlandi 14. - 16. nóvember. Áætlaður fjöldi þátttakenda er 40 manns, þar af eiga Íslendingar tvö sæti.

Lesa meira

19.9.2016 : Erasmus+ tengslaráðstefna á sviði fullorðinsfræðslu í Utrecht í Hollandi

Landskrifstofa Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu á sviði fullorðinsfræðslu sem ber yfirskriftina „E-government and social inclusion of low skilled adults“. Með „E-government“ er vísað til notkunar hvers kyns netmiðla í opinberri þjónustu.

Lesa meira

14.9.2016 : Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum úr Hljóðritasjóði

Umsóknarfrestur er til og með 10. október kl. 17:00.

Lesa meira

13.9.2016 : Heimsókn frá Framkvæmdastjórn ESB

Fulltrúar Framkvæmdastjórnar ESB sóttu Rannís heim þann 12. september sl. Erindi ferðarinnar var að fræða Íslendinga um ESCO gagnagrunn ESB sem innihalda mun upplýsingar um 3.000 ólík störf í löndum Evrópu og verður aðgengilegur á öllum tungumálum ESB og íslensku og norsku.

Lesa meira

8.9.2016 : Erasmus+ tengslaráðstefna á sviði starfsmenntunar á Írlandi

Landskrifstofa Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á ráðstefnu á sviði starfsmenntunar sem ber heitið „VET Connected – GET Connected“. Ráðstefnan verður haldin í Dublin á Írlandi 23 – 25. nóvember. Áætlaður fjöldi þátttakenda er 50 manns, þar af eiga Íslendingar tvö sæti.

Lesa meira

7.9.2016 : Erasmus+ tengslaráðstefna fyrir kennara og stjórnendur á sviði starfsmenntunar á Möltu

Landskrifstofa Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu á sviði starfsmenntunar sem ber heitið „Hands on experience for VET Trainers“. Ráðstefnan verður haldin á Möltu 22.- 24. nóvember (með ferðadögum 21.-25. nóvember). Áætlaður fjöldi þátttakenda er 35 manns, þar af eiga Íslendingar tvö sæti.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica