Fréttir: nóvember 2017

27.11.2017 : Kynningarfundi um nýja orkuáætlun Horizon2020 frestað

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hefur verið ákveðið að fresta kynningarfundi um nýja orkuáætlun Horizon2020 sem til stóð að halda miðvikudaginn 29. nóvember nk. 

Lesa meira

17.11.2017 : Málstofa í tilefni Evrópsku starfs­mennta­vikunnar 2017

Þann 23. nóvember verður haldin spennandi málstofa um starfsmenntun í tilefni Evrópsku starfsmenntavikunnar 2017. Málstofan fer fram í IÐUNNI fræðslusetri, Vatnagörðum 20, Reykjavík frá kl. 15-17. 

Lesa meira
Fólk á fyrirlestri

17.11.2017 : Styrkir til að halda norrænar vinnu­smiðjur í hug- og félags­vísindum

Opnað verður fyrir umsóknir hjá NOS-HS 24. janúar 2018 vegna styrkja til að halda vinnusmiðjur (workshops).

Lesa meira

15.11.2017 : Hugbúnaðarsérfræðingur

Hugbúnaðarsérfræðingur óskast í fullt starf hjá Rannís. Starfið felst í verkefnastjórnun ásamt hugbúnaðargerð og umsjón með umsókna- og upplýsingakerfi fyrir Rannís.

Lesa meira

14.11.2017 : Ný Orkuáætlun Horizon2020, 2018-2020

Miðvikudaginn 29. nóvember stendur Rannís í samvinnu við GEORG og Iceland Geothermal fyrir kynningarfundi um nýja rannsóknaráætlun Horizon 2020 í orkumálum, „Secure, Clean and Efficient Energy“. Á fundinum verður farið yfir áætlunina í heild sinni með sérstakri áherslu á þátt jarðvarma. 

Lesa meira

10.11.2017 : Hljóðritasjóður seinni úthlutun 2017

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu stjórnar Hljóðritasjóðs um seinni úthlutun úr sjóðnum 2017.

Lesa meira

8.11.2017 : LungA hlýtur heiðurs­viður­kenningu Erasmus+

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti LungA – Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, heiðursviðurkenningu við hátíðlega athöfn á afmælishátíð Erasmus+ sem fram fór í Hörpu í dag. Björt Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri LungA, og Aðalheiður Borgþórsdóttir, einn af stofnendum LungA, tóku við viðurkenningunni.

Lesa meira

8.11.2017 : Er sjálfsmat ekki sjálfsagt? -málstofa um gott verklag við sjálfsmat á vegum ráð­gjafar­nefndar gæðaráðs

Ráðgjafarnefnd gæðaráðs býður til málstofu um gott verklag í sjálfsmati faglegra eininga. Út er komin handbók gæðaráðs um eflingu gæða í íslenskum háskólum. Fyrir liggur að á næstu árum muni háskólarnir takast á hendur ítarlegt sjálfsmat faglegra eininga sinna auk þess sem þeir fara í ytra mat.

Lesa meira

7.11.2017 : Úthlutun úr Mál­tækni­sjóði árið 2017

Stjórn Máltæknisjóðs ákvað á fundi sínum 24. október sl. að styrkja fjögur verkefni á sviði máltækni um alls 38.613.000 kr. í úthlutun sjóðsins fyrir árið 2017, en það er aukning um 10 millj. kr. frá síðasta styrkári. Alls bárust níu umsóknir um styrk.

Lesa meira

2.11.2017 : Kynningarfundur um Nordplus norrænu menntaáætlunina

Kynningarfundur um Nordplus norrænu menntaáætlunina verður haldinn fimmtudaginn 16. nóvember á Hótel KEA, Akureyri, kl. 12:00 – 13:00. Farið verður yfir Nordplus áætlunina og þær breytingar sem verða á nýrri áætlun fyrir árin 2018-2022.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica