Fréttir: mars 2018

IMG_5836

27.3.2018 : Nýr rammasamningur undirritaður um vísindasamstarfið á Kárhóli

Kínversk sendinefnd frá Heimskautastofnun Kína (Polar Research Institute of China) var á Íslandi á dögunum í tengslum við uppbyggingu Norðurljósamiðstöðvarinnar á Kárhóli í Reykjadal. Sendinefndin skoðaði aðstæður og framkvæmdir á Kárhóli og heimsótti Rannís, Raunvísindastofnun og Háskólann á Akureyri.

Lesa meira

21.3.2018 : Úthlutun úr Íþróttasjóði 2018

Íþróttanefnd bárust alls 127 umsóknir að upphæð rúmlega 196 m. kr. um styrki úr Íþróttasjóði vegna ársins 2018.

Lesa meira

8.3.2018 : Verulegur fjöldi umsókna barst um frádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga á árinu 2017

Frá 1. janúar til loka árs 2017 hafa borist 83 umsóknir um skattafrádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga . 58 umsóknir hafa verið samþykktar eða 70%, 24 umsóknum verið hafnað eða 29%, einn umsækjandi hætti við eða 1%. Hlutfall samþykktra umsókna er svipað hjá fyrirtækjum og háskólastofnunum eða tæp 70%, en heldur hærra hjá stofnunum.

Lesa meira

7.3.2018 : Úthlutun úr Nýsköpunarsjóði námsmanna 2018

Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur lokið úthlutun fyrir sumarið 2018.

Lesa meira

7.3.2018 : Óskað er eftir tilnefningum til Hvatningar­verðlauna Vísinda- og tækniráðs 2018

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru árlega veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi sem styrki stoðir mannlífs á Íslandi.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica