Góður árangur íslenskra fyrirtækja í rannsóknaáætlun ESB
– Horizon 2020
6.4.2018
Sex íslensk fyrirtæki eru meðal þeirra sem nú hafa hlotið styrk úr þeim hluta rannsókna- og nýsköpunaráætlunar ESB, Horizon 2020, sem veitir styrki til nýsköpunarverkefna í fyrirtækjum.
Alls bárust 2.009 umsóknir og hefur verið ákveðið að styrkja nýsköpunarverkefni 257 lítilla og meðalstórra fyrirtækja (SMEs) frá 31 landi, þannig að samkeppnin er mikil. Hér má nálgast
upplýsingar frá framkvæmdastjórn ESB um heildarúthlutunina.
Styrkirnir koma úr áætlun innan
Horizon 2020 sem
eru eingöngu ætlaðir litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sk.
SME áætlun, og er þetta er aðeins hluti af þeim styrkjum sem íslensk
fyrirtæki hafa til þessa fengið úr áætluninni. Frá árinu 2014 hafa 35 fyrirtæki
hlotið styrk úr áætluninni og heildarstyrkveiting er komin yfir milljarð
íslenskra króna. Flest þessara fyrirtækja
hafa einnig hlotið styrk úr
Tækniþróunarsjóði. Árangurshlutfall íslenskra aðila
er með því besta sem gerist.
Hér er hægt að finna áhrifamat sem
Evrópusambandið gerði á SME áætluninni og þar koma fram upplýsingar um sókn
einstakra landa, árangurshlutfall og fleira.
Markmiðið með
SME áætlun Horizon 2020 er að sytðja við og efla nýsköpun í litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Það er gert
með því að fjármagna verkefni sem eru tiltölulega nálægt markaði. Sótt er um styrki í tveimur þrepum, annars vegar greiningu á forsendum og hins vegar styrk til að framkvæma verkefnið og er ekki skilyrði að hafa sótt um fyrra þrepið áður en sótt er um á öðru þrepi. Íslenskum fyrirtækjum sem taka þátt stendur til boða sérfræðiráðgjöf varðandi nýsköpunarferla
fyrirtækjanna og þarfagreiningu í tengslum við viðskiptatækifæri og hefur Enterprise Europe Network á
Íslandi á vegum
Nýsköpunarmiðstöðvar umsjón með þeim hluta.
Dæmi um íslensk fyrirtæki sem fengið hafa styrki úr SME áætlun Horizon 2020 eru
Oxymap ehf., Lipid Pharmaceuticals ehf., Nox Medical ehf., Keynatura ehf.,
Genis hf., Icewind ehf., Aurora Seafood ehf., Taramar ehf., o.fl.
Þess ber einnig að geta að góður árangur íslenskra aðila er ekki eingöngu
bundin við SME áætlunina. Heildarstyrkveitingar til íslenskra aðila úr Horizon 2020 nema nú um 61
milljón evra eða rúmum 7 milljörðum íslenskra króna frá árinu 2014.
Rannís hefur umsjón með Horizon 2020 á Íslandi. Í því felst umsjón með kynningu á áætluninni og aðstoð við
umsækjendur, auk þess sem Rannís heldur utan um starf stjórnarnefndarfulltrúa og landstengla fyrir allar undiráætlanir.