Vísindavaka Rannís snýr aftur!

14.6.2018

Vísindavaka 2018 verður haldin föstudaginn 28. september í Laugardalshöllinni í Reykjavík og snýr því aftur eftir nokkurt hlé.

  • Rannis-2013-313

Vísindavakan er lifandi og skemmtilegur viðburður, þar sem almenningi gefst kostur á að hitta vísindafólk og kynnast viðfangsefnum þess. Vísindavakan er evrópskt verkefni og er að hluta til styrkt af Marie-Sklodowska Curie áætluninni, sem er hluti af Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB. 

Hægt verður að fylgjast með á vefsíðu Vísindavökunnar, á vefsíðu Rannís og á samfélagsmiðlum. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica