NordForsk auglýsir eftir umsóknum í áætlun um samfélagslegt öryggi

19.9.2019

Til stendur að úthluta 44 milljónum norskra króna til allt að fjögurra verkefna að þessu sinni og er umsóknafrestur 20. nóvember nk. Lögð er áhersla á að bakvið hverja umsókn séu að minnsta kosti þrír norrænir aðilar, en hvert verkefni hlýtur að hámarki 12 milljónir norskra króna og getur varað upp að fjögurra ára tímabil.

Yfirskrift þessa umsóknarfasa er: Samfélagslegt öryggi á Norðurlöndum í ljósi rísandi hnattrænna og svæðisbundinna meginstrauma (e. Nordic societal security in light of the emerging global and regional trends). Lögð er áhersla á að rannsóknaráætlanirnar taki á samfélagsöryggi á Norðurlöndum út frá sjónarhorni loftslagsbreytinga, tækniþróunar og/eða stjórnunarhátta á lands- og heimsvísu. Nánari upplýsingar má finna hér.

Norræn rannsóknaráætlun um samfélagslegt öryggi (Nordic Societal Security Programme) er þverfagleg rannsóknaráætlun NordForsk sem ýtt var úr vör árið 2013 og er unnin af NordForsk í samstarfi við Rannís, Finnsku akademíuna, Finnska innanríkisráðuneytið, Almannavarnastofnun Svíþjóðar (MSB), Almannavarnarstofnun Danmerkur (BRS), Norska rannsóknarráðið (The Research Council of Norway) og Almannavarnastofnun Noregs (DSB).

Þetta vefsvæði byggir á Eplica