NordForsk auglýsir eftir umsóknum í áætlun um samfélagslegt öryggi

19.9.2019

Til stendur að úthluta 44 milljónum norskra króna til allt að fjögurra verkefna að þessu sinni og er umsóknarfrestur 20. nóvember nk. Lögð er áhersla á að bakvið hverja umsókn séu að minnsta kosti þrír norrænir aðilar, en hvert verkefni hlýtur að hámarki 12 milljónir norskra króna og getur varað upp að fjögurra ára tímabil.

  • Logo NordForsk

Yfirskrift þessa umsóknarfasa er: Samfélagslegt öryggi á Norðurlöndum í ljósi rísandi hnattrænna og svæðisbundinna meginstrauma (e. Nordic societal security in light of the emerging global and regional trends). Lögð er áhersla á að rannsóknaráætlanirnar taki á samfélagsöryggi á Norðurlöndum út frá sjónarhorni loftslagsbreytinga, tækniþróunar og/eða stjórnunarhátta á lands- og heimsvísu. Nánari upplýsingar má finna hér.

Norræn rannsóknaráætlun um samfélagslegt öryggi (Nordic Societal Security Programme) er þverfagleg rannsóknaráætlun NordForsk sem ýtt var úr vör árið 2013 og er unnin af NordForsk í samstarfi við Rannís, Finnsku akademíuna, Finnska innanríkisráðuneytið, Almannavarnastofnun Svíþjóðar (MSB), Almannavarnarstofnun Danmerkur (BRS), Norska rannsóknarráðið (The Research Council of Norway) og Almannavarnastofnun Noregs (DSB).









Þetta vefsvæði byggir á Eplica