Hvernig verður Háskóli Íslands meðal 100 bestu í heimi?

27.3.2006

Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor setti fram mjög metnaðarfullt markmið í ávarpi sínu við brautskráningu kandídata í febrúar síðastliðnum.  Hún taldi að Háskóli Íslands ætti að stefna að því að komast á lista yfir 100 bestu háskóla í heimi. Hvað liggur að baki slíku markmiði? Með öðrum orðum, hvaða mælikvarðar eru notaðir við mat og röðun á háskólum

Til eru nokkrir mælikvarðar og listar sem meta gæði háskólastofnana á heimsvísu. Það eru einkum tveir listar sem oftast er vísað í. Sá listi sem mest er notaður kemur frá Shanghai Jiao Tong-háskóla í Kína.  Það eru einkum þrír þættir sem ráða röðun háskóla á listann. Í fyrsta lagi fjöldi kennara og fyrrverandi nemenda sem hlotið hafa Nóbels- og Fieldsverðlaunin. Í öðru lagi fjöldi greina sem birtast í vísindatímaritunum Science og Nature. Í þriðja lagi fjöldi tímarita sem vísindamenn viðkomandi háskóla birta í tímaritum skráðum á ISI og fjöldi vísindamanna á viðkomandi stofnun sem komast á lista þeirra sem mikið er vitnað í. Að lokum er tekið tillit til stærðarhagkvæmni, vegnu meðaltali ofangreindra þátta er deilt með fjölda fræðimanna sem starfa við háskólann og sú útkoma er borin saman við hagkvæmasta háskólann.

Síðari listinn er enskur og er talvert frábrugðinn þeim fyrri af því leyti að röðunin byggist fyrst og fremst á könnun sem gerð er á meðal vísindamanna og alþjóðlegra fyrirtækja. Virkir vísindamenn eru beðnir um að nefna bestu háskólana í þeirra fagi og heimshluta.  Stór alþjóðleg fyrirtæki eru beðin um að nefna 20 háskóla sem þau myndu helst ráða fólk frá.   Að auki er tekið tillit til ýmissa annarra gæðavísa eins og hlutfall erlendra kennara og nemenda, fjöldi nemenda á hvern kennara og stuðst er við fjölda tilvitnanna og vísindagreina skráðum á ISI.

Í töflunni fyrir neðan er listi yfir þau ríki sem eiga háskóla meðal 200 efstu á lista Shanghai háskólans. Athygli vekur að Bandaríkin eiga 17 háskóla meðal 20 efstu og meira en helming af  þeim 100 efstu.  Af  Norðurlöndunum stendur Svíþjóð best að vígi. Svíþjóð á fjóra háskóla meðal 100 efstu og fimm meðal 200 efstu.  Danmörk á einn háskóla meðal 100 efstu og þrjá meðal 200 efstu. Finnland og Noregur eiga bæði einn háskóla meðal 100 og 200 efstu.

1. Academic Ranking of World Universities (Kína) http://ed.sjtu.edu.cn/rank/2005/ARWU2005Main.htm

2. Times Higer Education Supplement (World University Ranking) http://www.thes.co.uk/worldrankings/

 

Lönd sem eiga háskóla á lista yfir 200 bestu í heimi

 

Land

20 efstu

100 efstu

200 efstu

1

Bandaríkin

17

53

90

2

Bretland

2

11

19

3

Japan

1

5

9

4

Þýskaland

 

5

16

5

Kanada

 

4

8

6

Frakkland

 

4

8

7

Svíþjóð

 

4

5

8

Sviss

 

3

6

9

Holland

 

2

7

10

Ástralía

 

2

6

11

Ítalía

 

1

5

12

Ísrael

 

1

4

13

Danmörk

 

1

3

14

Austurríki

 

1

1

15

Noregur

 

1

1

16

Finnland

 

1

1

17

Rússland

 

1

1

18

Belgía

   

4

19

Kína

   

2

20

Spánn

   

2

21

Suður Kórea

   

1

22

Brasilía

   

1

23

Singapúr

   

1

24

Mexíkó

   

1

 

Samtals

20

100

200

Í töflunni fyrir neðan er listi yfir háskóla á Norðurlöndunum sem eru á lista yfir þá 100 bestu. 

Listi yfir háskóla á Norðurlöndunum sem komast á lista yfir þá 100 bestu

Háskólastofnun

Land

Sæti

Karolínski háskólinn

Svíþjóð

45

Kaupmannahafnarháskóli

Danmörk

57

Háskólinn í Uppsölum

Svíþjóð

60

Háskólinn í Osló

Noregur

69

Háskólinn í Helsinki

Finnland

76

Háskólinn í Stokhólmi

Svíþjóð

93

Háskólinn í Lundi

Svíþjóð

99









Þetta vefsvæði byggir á Eplica