Gildi og gagnsemi gæðamats í háskólastarfi Málþing ráðgjafarnefndar Gæðaráðs íslenskra háskóla

26.3.2014

Gildi og gagnsemi gæðamats í háskólastarfi
Málþing ráðgjafarnefndar Gæðaráðs íslenskra háskóla

Fimmtudaginn 3. apríl 2014 kl. 15-18
Hannesarholti, Grundarstíg 12, Reykjavík

Skráning á málþingið HÉR

Málþingið er ætlað stjórnendum, starfsmönnum og stúdentum íslenskra háskóla, starfsfólki ráðuneyta, Rannís og öðrum sem láta sig gæðamál varða. Nánari upplýsingar um gæðaráðið hér að neðan.

Málþingið skiptist í þrjá hluta. Fyrst verða flutt þrjú stutt og hnitmiðuð framsöguerindi. Þá taka við vinnustofur sem fjalla um fjóra þætti gæðamats. Að lokinni formlegri dagskrá verður boðið upp á léttar veitingar og tækifæri gefst til frjálsrar samræðu. 

DAGSKRÁ

Kl. 15.00   Ráðstefnan sett. Magnús Diðrik Baldursson, gæðastjóri og skrifstofustjóri rektorsskrifstofu Háskóla Íslands.

Kl. 15.05   Reynsla og lærdómar af stofnanamati. Bjarni Kristófer Kristjánsson, Háskólanum á Hólum.

Kl. 15.20   Reynsla og lærdómar af sjálfsmati faglegra eininga. Þorgerður Einarsdóttir, prófessor og fv. forseti Stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands.

Kl. 15.35   Aðkoma og þátttaka nemenda í gæðamati. Anna Marsibil Clausen, fv. formaður Landssambands íslenskra stúdenta (LÍS).

Kl. 15.50   Kaffihlé

Kl. 16.00   Vinnustofur:

 • Hvaða innri og ytri viðmið, gögn og mælikvarða geta íslenskir háskólar notað til að meta alþjóðlega samkeppnishæfni kennslu, náms og prófgráða sem þeir veita?
  Umræðustjórar: Björn Þorsteinsson, aðstoðarrektor Landbúnaðarháskóla Íslands, og Birgir Marteinsson, stúdent við Háskólann á Akureyri.
 • Hvernig er unnt að virkja akademíska starfsmenn og stúdenta til þátttöku í gæðamati? 
  Umræðustjórar: Rebekka Silvía Ragnarsdóttir, gæðastjóri Listaháskóla Íslands, og Brynja Guðjónsdóttir, stúdent við Háskólann í Reykjavík.
 • Hver er aðkoma erlendra / ytri sérfræðinga að sjálfsmati háskóla og faglegra eininga og hvernig er unnt að nýta framlag þeirra sem best? 
  Umræðustjórar: Helga Margrét Friðriksdóttir, stúdent við Háskólann á Bifröst, og Stefán Kalmansson, aðjúnkt og formaður gæðaráðs Háskólans á Bifröst.
 • Hvernig má fylgja eftir gæðamati með stefnumótun, áætlanagerð og aðgerðum?
  Umræðustjórar: Þóranna Jónsdóttir, forseti viðskiptadeildar við Háskólann í Reykjavík, og Jórunn Pála Jónasdóttir, stúdent við Háskóla Íslands og formaður Landssambands íslenskra stúdenta (LÍS).

Kl. 16.50   Samantekt á helstu niðurstöðum vinnustofa

Kl. 17.00   Léttar veitingar


Um Gæðaráð íslenskra háskóla og rammaáaætlun um eflingu gæða æðri menntunar á Íslandi:

Árið 2011 tók til starfa Gæðaráð íslenskra háskóla, skipað sex erlendum sérfræðingum. Setti Gæðaráðið fram rammaáætlun um eflingu gæða æðri menntunar á Íslandi (e. Icelandic Quality Enhancement Framework) og birti í sérstakri handbók. Kveður rammaáætlun á um að á fimm ára tímabili skuli fara fram kerfisbundið mat á gæðum háskólastarfs á Íslandi. Felst matið annars vegar í innra mati (sjálfsmati) háskólanna á faglegri starfsemi sinni og hins vegar í ytra mati Gæðaráðs á háskólunum.

Samhliða Gæðaráðinu starfar ráðgjafarnefnd sem er skipuð fulltrúum háskólanna, stúdenta, Rannís og mennta- og menningarmálaráðuneytis og er tengiliður á milli ráðsins og skólanna. Auk þess að vera Gæðaráði til ráðgjafar um framkvæmd rammaáætlunarinnar er ráðgjafarnefndin samráðsvettvangur háskólanna og gengst fyrir málþingum og fræðslu um gæðamál.

Fyrsta lota Rammaáætlunarinnar er nú rúmlega hálfnuð og hefur mikið starf verið unnið innan háskólanna við framkvæmd hennar. Á þessum tímamótum boðar ráðgjafarnefndin til málþings um gildi og gagnsemi gæðamats í háskólastarfi. Málþingið er hagnýtur vettvangur til að styðja við gæðastarf háskólanna. Kynnt verða dæmi um hvernig til hefur tekist við einstaka þætti rammaáætlunarinnar og munu fulltrúar skólanna miðla af reynslu sinni.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica