Umsóknarfrestur rennur út 4. mars í Erasmus+ Nám og þjálfun

27.2.2015

Umsóknarfrestur í Erasmus+ Nám og þjálfun (Mobility) rennur út miðvikudaginn  4. mars nk. klukkan 11:00.

Stofnanir sem sinna menntun á öllum skólastigum geta sótt um ferða-, uppihalds- og námsstyrki fyrir nemendur og starfsfólk til að sinna námi, starfsnámi, kennslu eða starfsþjálfun í einu af þátttökulöndum Erasmus+. Mikilvægt að gera sér grein fyrir því  að tækifæri til styrkja geta verið ólík á milli markhópa og skólastiga.

Þessi flokkur á við:

  • Nemendur í starfsmenntun
  • Nemendur á háskólastigi (nám og starfsnám á vinnustað)
  • Þá sem starfa að menntun á öllum skólastigum (kennsla og starfsþjálfun).

Fyrirtæki sem sinna fræðslu og menntun geta einnig sótt um styrki í þessum flokki. 

Nánari upplýsingar um markhópa og styrki fyrir mismunandi skólastig er hægt að nálgast á heimasíðu Erasmus+

Við minnum einnig á að umsóknarfrestur um verkefni innan flokksins Samstarfsverkefni (Strategic Partnership) rennur út þriðjudaginn 31. mars nk. kl. 10:00









Þetta vefsvæði byggir á Eplica